Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu
Fréttir 20. febrúar 2023

Mest flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heildarvirði landbúnaðarafurða sem flutt voru til ríkja Evrópusambandsins í október 2022 var 15,7 milljarðar evra, sem er þrjú prósent aukning frá fyrri mánuði.

Skýrist þetta af hækkuðu verði á sojamjöli, repjufræjum, hveiti og sólblómaolíu. Sambandið flutti út landbúnaðarvörur fyrir 20,7 milljarða evra á sama tíma, sem er samdráttur um 1,2 prósent milli mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út í lok síðasta mánaðar.

Samdráttur var á útflutningi sem skýrist helst á minni sölu á sterku víni, ostum og ystingi. Þriggja prósenta virðisaukning var á útflutningi til Kína sem vegur að hluta til upp á móti þriggja prósenta niðursveiflu á sölu til Bandaríkjanna og tveggja prósenta minnkun til Bretlands. Þrátt fyrir þennan samdrátt í október er heildarútflutningur Evrópusambandsins árið 2022 til Bretlands og Bandaríkjanna meiri en nokkru sinni fyrr.

Flestar af þeim landbúnaðarafurðum sem fluttar eru til ESB eru upprunnar í Brasilíu og Úkraínu. Samdráttur var samt sem áður um 17 prósent á flutningi varnings frá fyrrnefnda landinu, á meðan það síðarnefnda naut 25 prósenta aukningar. 70 prósent þess sem keypt var frá Úkraínu var maís, sólblómaolía, sólblómafræ og repjufræ. Það land sem er með þriðju mestu hlutdeildina á flutningi landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins er Stóra- Bretland.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...