Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Merkja skal alla kálfa
Á faglegum nótum 12. október 2016

Merkja skal alla kálfa

Höfundur: Matvælastofnun / jbl
Matvælastofnun vekur athygli á breytingar­reglugerð nr. 748/2016 á reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár sem tók gildi 19. ágúst sl. 
 
Í reglugerðinni er gerð breyting á 6. gr. sem fjallar um merkingar nautgripa. Hér eftir er tekin upp skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. 
Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.
 
Í öðru lagi eru gerðar breytingar á merkingarreglugerðinni til að styrkja framkvæmd á einstaklingsmerkingum búfjár og þá sérstaklega hvað varðar örmerkingu hrossa. Þannig er sett inn ákvæði um að ömerki skulu viðurkennd af Matvælastofnun og að söluaðilar megi aðeins selja örmerki í hross til aðila sem hafi leyfi til örmerkinga hrossa. 
 
Þá skulu allir umráðamenn búfjár og söluaðilar viðurkenndra merkja fyrir búfé vera skráðir í MARK, sem er miðlægt tölvukerfi sem heldur utan um merkingar búfjár, en MARK fluttist yfir til Matvælastofnunar um síðustu áramót þegar stjórnsýsluverkefni voru flutt frá Bændasamtökum Íslands.
 
Að síðustu bætist við nýtt ákvæði um að í MARK skuli skrá pöntun og sölu einstaklingsmerkja til umráðamanna búfjár og viðurkenndra merkingarmanna og upplýsingar um einstalingsnúmer keyptra merkja. 
 
Breytingin á reglugerðinni varðandi merkingu kálfa sem kemur til að kröfu ESA, eftir­litsstofnunar ESB, um að allir nautgripir verði að vera einstaklingsmerktir þegar þeir koma til slátrunar. Matvælastofnun er ljóst að breyting sem þessi þarfnast undirbúnings og mun taka tillit til þess við eftirlit. Bændur eru þó hvattir til að bregðast skjótt við og merkja sína kálfa samkvæmt reglugerðinni. Ef bændur eru óvissir um framkvæmdina eru þeir hvattir til að leita sér ráðgjafar m.a. hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.  
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f