Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Líf og starf 20. júlí 2021

Merkingarkerfið Vegrún vísar ferðafólki veginn

Höfundur: smh

Fyrir skemmstu var nýtt merkingar­kerfi fyrir ferðamannastaði og frið­lýst svæði kynnt í ráðuneytum umhverfis- og auðlinda og atvinnuvega- og nýsköpunar, en það hefur fengið heitið Vegrún. Það var hannað til að samræma merkingar, til einföldunar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna og auka gæði og öryggi á ferðamannastöðum.
Hugmyndin er að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti nýtt sér hönnunarvinnuna í kringum Vegrúnu til að setja upp merkingar til að gera áfangastaði aðlaðandi. Vegrún segir fyrir um smíði merkinga og skilta, hvernig efni sé í þeim og hver stærð þeirra eigi að vera. Þá sýnir Vegrún hvernig koma á upplýsingum á framfæri með letri, lit og myndum. Vegrún er því ekki samsafn af tilbúnum merkingum heldur verkfæri til að nýta sér við að smíða merkingar sem falla að þörfum hvers og eins. Vegrún er hluti af verkefninu Góðar leiðir (godarleidir.is) um innviðahönnun ferðamannastaða og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Hönnunarteymið Kolofon&co sá um hönnunina á Vegrúnu, en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur haft verkstjórn og samráð á milli þeirra aðila sem komu að verkefninu.

Skylt efni: Vegrún | Djúpalónssandur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...