Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum bæjum á landinu í ár.
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum bæjum á landinu í ár.
Mynd / ghp
Fréttaskýring 29. ágúst 2022

Merarnar almennt rólegar frá upphafi til loka meðhöndlunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum stöðum á landinu. Þetta er hans fyrsta ár í verkefninu en hann hefur komið að eftirliti með blóðtökum á undanförnum árum þegar hann gegndi starfi héraðsdýralæknis.

Honum finnst ekki athugavert að það sé tekið blóð úr hryssum eins og hann framkvæmir blóðtökuna. Almennt séu hryssurnar rólegar frá upphafi til loka meðhöndlunarinnar og þær sýni ekki einkenni þjökunar eða hjálparleysis. Hans faglega mat er að merarnar séu ekki undir miklu álagi við meðhöndlunina.

„Það kemur fyrir að einstaka hryssur séu stressaðar og þá eru þær undir álagi, en gegnum gangandi þá er það ekki tilfellið. Mikilvægt er að venja þær við aðstæðurnar.

Ef hryssa er stressuð er brugðist við, þær róaðar niður og gefinn tími til að venjast aðstæðunum og stundum er hætt við blóðtöku. Sumar hryssur henta einfaldlega ekki í blóðtöku. Það er eins og með reiðhross, sumum þeirra er ekki ætlað að vera tamin til reiðar.“

Almennt telur hann að líf og tilvera blóðmera sé ekki verri en reiðhesta. „Það þarf ekki annað en að horfa á kynbótasýningar til að sjá að það líður ekki öllum hrossum vel þar. Þar gildir einmitt líka að bregðast við og minnka stressfaktorana og venja þau við aðstæður.“

Flestum þykir óþægilegt að sjá blóð og því kemur það Jóni Kolbeini ekki á óvart að myndefni með starfseminni gæti vakið óhug. „Óvægin umræða getur fylgt svona álitamálum og það er bara þannig að þegar blóð er annars vegar þá er það alltaf vont myndefni. Ég hef haft það markmið í störfum mínum sem dýralæknir að hafa velferð dýranna alltaf að leiðarljósi. Í dag er raunin sú að íslenski hesturinn er upp á manninn kominn.

Ég tel að við þurfum að horfa á hestamennsku á heildstæðari hátt og bera saman mismunandi aðstæður sem hross á Íslandi búa við. Hryssur í blóðtöku hafa möguleika á að lifa og upplifa en þurfa að borga það með blóðtöku í mesta lagi átta sinnum á ári. Það er minna en margur reiðhesturinn.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...