Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kristján Magnússon með 73 sm hæng sem tók black ghost.
Kristján Magnússon með 73 sm hæng sem tók black ghost.
Í deiglunni 13. nóvember 2017

Menn voru ánægðir með Mýrarkvísl

Höfundur: Gunnar Bender
Lokatölurnar úr laxveiðiánum eru að detta inn þessa dagana, þótt veiðin sé fyrir nokkru búin. Sumarið hefði mátt vera aðeins betra en svona er þetta bara, veiði er veiði. Og það styttist í næsta sumar. Kíkjum aðeins á Mýrarkvísl.
 
Á meðan Norðausturland stóðst ekki væntingar þegar litið er til laxveiðinnar, er þó hægt að sjá jákvæða niðurstöðu á sumrinu í Mýrarkvísl. Þrátt fyrir að Mýrarkvísl sé laxveiðiá má ekki gleyma því  að þar er einnig sterkur urriðastofn líkt og í öllu vatnakerfi Laxár í Aðaldal. 
 
53 sm urriði sem tók Klinkhammer.
 
Á  meðan laxveiðin var erfið framan af var einhver besta þurrfluguveiði á urriða sem við höfum upplifað í Mýrarkvísl. Færir þurrfluguveiðimenn sem heimsóttu Mýrarkvísl í sumar voru flestir með tugi urriða á dag og stendur sérstaklega upp úr upplifun tveggja franskra veiðimanna sem lönduðu 110 urriðum á tveimur dögum  ýmist á þurrflugu eða litlar púpur. Stærsti lax sumarsins var 100 cm hrygna sem tók rauða púpu nr. 16 í veiðistað 41 í Löngulygnu.

Skylt efni: Mýrarkvísl

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...