Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Júlíus Sigurjónsson.
Júlíus Sigurjónsson.
Líf og starf 25. ágúst 2025

Meistarataktar

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Einn besti spilari landsins, Júlíus Sigurjónsson, sýndi takta í sumarbridge nýverið og skildi andstöðuna eftir með sárt ennið.

Vestur gefur – allir á hættu:

Samingurinn er 4 spaðar og austur var fremur snöggur til að spila út tígli. Júlíus drap heima og renndi spaðadrottningunni á borðið. Austur dúkkaði fumlaust. Nú var komið að stórri ákvörðun. Var austur vel með á nótunum með því að dúkka eða átti vestur kónginn? Eftir langa umhugsun stakk Júlíus upp ásnum og verðlaunin voru mikil þegar kóngur blankur birtist. Eftir það voru 11 slagir í húsi en athugið hvað gerist eftir að drottningin fær að rúlla í trompi. Þá getur vestur gefið austri tvær tígulstungur. Vörnin fær 4 slagi og banar geiminu.

Stöðumynd 2.

Ef austur á tvö tromp en kóngur liggur þriðji hjá vestri drepur ás og meiri spaði líka frekari stungur. En skorið var ansi gott – og þurfti að hafa fyrir því. Einkum í tvímenningi. Júlíus er í hópi spilara sem hafa haft atvinnu af bridds utan landsteinanna og sýndi í þessu spili hvers vegna.

Línur að skýrast í bikarkeppninni

Ein af stórviðureignum 2. umferðar í bikarkeppni Bridgesambands Íslands er nokkuð á veg komin. Sveit Frímanns vann góðan sigur á Grant Thornton á Akureyri og verður birt spil úr leiknum í næsta briddsþætti Bændablaðsins.

Grant Thornton var fyrir fram ein sigurstranglegasta sveitin en InfoCapital er líklegur sigurvegari, næsta viðureign þeirrar stórsveitar er við sveit Kjöríss og fer leikurinn sennilega fram 11. ágúst.

Fín þátttaka í sumarbridge

Góð mæting hefur verið í sumarbridge í Síðumúlanum í sumar og gaman að sjá fjölda nýrra spilara. Nýliðar mega hafa með sér kerfiskort og kalla til keppnisstjóra til ráðgjafar ef upp koma spurningar. Eldri og reyndari spilarar eru nánast án undantekninga þolinmóðir og skilningsríkir. Þannig viljum við hafa það. Bridds fyrir alla!

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...