Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Mynd / HKR
Fréttir 14. júlí 2021

Meirihlutinn í Húnavatnshreppi telur ekki tímabært að hefja viðræður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi í liðinni viku að óska formlega eftir við­ræð­um við sveitarstjórn Húna­vatns­hrepps um sameiningu sveitar­félaganna byggða á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu þessara tveggja sveitarfélaga og óska eftir því við sveitarstjórn Húna­vatnshrepps að taka eins fljótt og hægt er afstöðu til beiðninnar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman á fund nokkru áður en Blönduósingar lögðu fram beiðni um viðræður og á þeim fundi var niðurstaðan sú að meirihluti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu við Blönduósbæ að svo stöddu.

Sameining fjögurra sveitarfélaga var felld

Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, Húna­vatns­hrepps, Blönduósbæjar, Skaga­strandar og Skagabyggðar var felld í kosningu í byrjun júní í tveimur síðastnefndu sveitarfélögunum. Hún var hins vegar samþykkt í tveimur þeim fyrrnefndu. Miklar umræður urðu um sam­einingar­málið á fundi sveitar­stjórnar Húnavatnshrepps nýverið en meirihluti sveitarstjórnar telur mikilvægt að öll sveitarfélögin vinni áfram sameiginlega að þeim mála­flokkum sem þau hafi nú þegar byggða­samlög um. Niðurstöður kosning­anna í júní sé með þeim hætti að ekki sé tímabært að hefja viðræður um annars konar sameiningu að því er fram kemur í bókun frá fundinum.

Mikill vilji fyrir sameiningu á Blönduósi

Í kosningu um sameiningu sveitar­félaganna allra í Austur-Húna­vatnssýslu í byrjun júní var sam­eining samþykkt í Húnavatns­hreppi og Blönduósbæ en hafnað í Skaga­byggð og á Skagaströnd. Tæplega 90% íbúa á Blönduósi samþykktu sameiningu og nær 57% íbúa í Húnavatnshreppi. Skiptar skoðanir eru innan Húna­vatnshrepps um sameiningar­málið.Fulltrúar E lista telja að brotið hafi verið á lýðræði íbúa hreppsins þegar meirihlutinn ákvað að hafna viðræðum við Blönduósbæ og þykir þeim valdið ekki liggja hjá íbúum sveitarfélagsins. Telja þeir sterkan grunn fyrir áframhaldandi viðræðum í stað þess að fara á ný á byrjunarreit. Meirihlutinn vísaði á fundinum á bug að verið væri að brjóta á lýðræðislegum réttindum íbúa. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f