Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu.
Frá aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. maí 2017

Meirihluti kúabænda jákvæður gagnvart greiðslumarkskerfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Meirihluti kúabænda sem þátt tóku í skoðanakönnun sem stjórn Landssambands kúabænda lét gera um miðjan mars er frekar eða mjög jákvæður gagnvart núverandi greiðslumarkskerfi.
 
Könnunin var send út um miðjan marsmánuð á 621 bú og bárust svör frá 387 þeirra. Niðurstaðan var sú að 73,5% þeirra sem þátt tóku voru jákvæð gagnvart greiðslumarkskerfinu sem nú er í gildi, 14,6% voru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart kerfinu.  Tilgangur könnunarinnar var að kafa betur ofan í vilja kúabænda um allt land varðandi framleiðslustýringu og greiðslumark til framtíðar. Atkvæðagreiðsla fer fram meðal mjólkurframleiðenda um hvort afnema eigi greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu frá og með 1. janúar 2021 og því þykir mikilvægt að LK sé undirbúið undir hvora niðurstöðuna sem er. Á aðalfundinum var samþykkt að ráðast í stefnumörkunarvinnu í mjólkurframleiðslu til næstu 10 ára.  Tvö ár eru til atkvæðagreiðslunnar en LK hyggst mæla viðhorf bænda af og til fram að henni. 
 
Hófstilltara viðhorf hjá smærri og stærri búum
 
Arnar Árnason, formaður stjórnar LK, greindi frá könnuninni á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Akureyri nýverið. Athygli vakti að sögn Arnars að ábúendur á millistóru búunum voru líklegri til að vera mjög jákvæð gagnvart kerfinu en önnur. „Aftur á móti eru smærri og stærri búin hófsamari í viðhorfi og voru líklegri til að vera frekar jákvæð,“ sagði Arnar.
 
Í könnuninni voru bændur spurðir að því hvaða niðurstöðu þeir vildu sjá í atkvæðagreiðslunni 2019  varðandi það hvort greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu yrði afnumið frá og með 1. janúar 2021. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda vill ekki afnema greiðslumarkskerfið, 82% vilja halda í kerfið, 11% afnema það, „sem er mjög afgerandi niðurstaða,“ sagði Arnar. 
Þurfum að undirbúa umræðuna
 
Bændur voru einnig spurðir um hvað taka ætti við og kom í ljós að meirihlutinn var á því að koma ætti upp kerfi sem byggði á núverandi kerfi, með greiðslumarki og framleiðslustýringu, en með breytingum. Arnar sagði að athygli hefði vakið hversu jákvæðir bændur voru í garð innlausnar ríkisins. „Það er því ljóst að við þurfum að vera tilbúin í þessa umræðu þegar þar að kemur og undirbúa okkur vel,“ sagði hann. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...