Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu
Mynd / HKr.
Fréttir 22. september 2021

Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Meirihluti íbúa bæði í Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi er fylgjandi því að hafnar verði formlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

Íbúafundir voru haldnir í sveitarfélögunum á dögunum þar sem helstu niðurstöður og greiningar ráðgjafa um mögulega sameiningu þeirra voru kynntar. Fundirnir voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði og félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Á þeim var kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum frá íbúum um hvort hefja ætti formlegar viðræður og var niðurstaðan afgerandi, meirihlutinn vildi fara þá leið. Boltinn er nú hjá sveitarstjórnum sem munu nú taka afstöðu til þess hvort formlegar sameiningarviðræður hefjist og skipa samstarfsnefnd.

83% útgjalda Akrahrepps vegna samstarfsverkefna

Sveitarfélögin tvö eiga í umfangsmiklu samstarfi sín á milli, en Sveitarfélagið Skagafjörður annast fjölmörg verkefni fyrir Akrahreppi, m.a. þegar kemur að skólamálum, þ.e. rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla, íþróttamiðstöð og önnur íþróttamannvirki í Varmahlíð, barnavernd, málefni fatlaðra, frístunda­starf og dagþjónustu aldraðra. Einnig má nefna Héraðsbóka- og skjalasafn, safnastarfsemi, almannavarnir, brunavarnir og eldvarnareftirlit og ýmislegt fleira.

Akrahreppur greiddi árið 2020 ríflega 162 milljónir króna vegna þjónustu sem Sveitarfélagið Skagafjörður veitir og þátttöku í framkvæmdum samkvæmt samstarfssamningum. Stærsti útgjaldaliðurinn er vegna skólamála, 103 milljónir króna. Greiðslurnar nema um 83% af útgjöldum Akrahrepps.

Rauðlitaða svæðið sýmir sveitarfél­agið Skagafjörð og Akrahrepp.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...