Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Meirihluti Evrópubúa meðvitaður um matvælaöryggi
Mynd / Bbl
Fréttir 11. júní 2019

Meirihluti Evrópubúa meðvitaður um matvælaöryggi

Í niðurstöðum könnunar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) kemur fram að meirihluti Evrópubúa er meðvitaður um matvælaöryggi og tveir þriðju neytenda hafa breytt sínum neysluvenjum vegna upplýsinga sem þeir hafa fengið um matvælaöryggi. Tveir af fimm lýsa persónulegum áhuga á matvælaöryggi og einn af fimm segir það vera þeirra helsta forsenda við kaup á matvælum. 

Matvælastofnun greinir frá könnuninni á vef sínum. Þar segir að það sem flestir Evrópubúar horfa fyrst og fremst til við kaup á matvælum er uppruni (53%), verð (51%), matvælaöryggi (50%) og bragð (49%). Minni áhersla er lögð á næringargildi (44%). Siðferði og trú (þ.e.a.s. dýravelferð, umhverfisáhrif og trúarbrögð) hafa minnstu áhrif við val á matvælum (19%). 

„Þegar kemur að matvælaöryggi er ekkert eitt málefni sem veldur neytendum mestum áhyggjum meðal aðildarríkja ESB. Í yfir 20 löndum voru þrjú helstu áhyggjuefni neytenda misnotkun á sýklalyfjum, hormónum og sterum í búfé (44%), leifar af skordýraeitri í matvælum (39%) og aukefni í matvælum (36%).“

Minnst traust á evrópskum stofnunum

„Þegar kemur að upplýsingum um hættur í matvælum bera evrópskir neytendur mest traust til vísindamanna eða 82% (sem er 9% hækkun frá árinu 2010), neytendasamtaka (79%) og bænda (69%). Traust til yfirvalda í hverju landi er 60% og til evrópskra stofnana 58% sem er í takt við niðurstöðurnar frá 2010. 

Rætt var við 27,655 viðmælendur í 28 löndum Evrópusambandsins (ESB) í apríl 2019. Sambærileg viðhorfskönnun var síðast gerð árið 2010,“ segir í frétt Matvælastofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f