Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Meiri hætta á smiti beint frá býli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurborg Daðadóttir yfir­dýralæknir segir að það hafi alltaf verið vitað og margoft um það rætt að hætta á smiti er aukin frá matvöru beint frá býli og fólk, bæði bændur og neytendur, verða að gera sér grein fyrir því.

„Í matvælaframleiðslu þar sem hrámjólk er tekin beint frá kúnum og notuð til framleiðslu á ís eru smitleiðir margar og nauðsynlegt að viðhafa gríðarlegt hreinlæti. Það er til dæmis vandasamt að gerilsneyða mjólk rétt og tryggja að ekki verði eftirsmit. Nábýlið er mikið og því aukin hætta á smiti en í lokuðum kerfum.“

Samkvæmt meistararitgerð Kristrúnar Sigurjónsdóttur, Shiga toxín myndandi E. coli (STEC) í ýmsum matvælum, dýrum og vatnssýnum á Íslandi, frá 2014 fundust gen þessara gerla í stórum hluta sýna. E. coli (STEC) fannst einnig í kjöti nautgripa og sauðfjár, í annarri og nýrri athugun á milli 20 og 30% tilfella.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að gerlar finnast úti um allt. Þeir eru í umhverfinu, í dýrum og vatni og ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis þá berast þeir í matvöru og í fólk.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...