Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2025

Meira svigrúm til áburðarnotkunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að reglugerð er nú í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á notkunarmöguleikum á kjötmjöli og moltu til áburðar á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar er gert ráð fyrir að 21 dagur líði eftir að borið hefur verið á og þangað til þau eru nytjuð í stað fimm mánaða eins og núgildandi reglur segja til um.

Með breytingunni er felld brott 6. gr. reglugerðar nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Þar var ákvæði um að slík lönd væru friðuð frá beit að minnsta kosti frá 1. nóvember til 1. apríl.

Jarle Reiersen segir að þessi drög um styttingu á tímanum séu í samræmi við ESB-löggjöf. Það sé gert tæknilega með því að fella á brott sérákvæði sem sett voru inn í reglugerð 674/2017. „Kjötmjöl sem áætlað er til að nota til áburðar, er skylt að blanda í sértæk efni, sem gerir það óhæft sem fóður. Þessi íblöndun er óbreytt,“ segir Jarle.

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, fagnar breytingunni og segir hana gefa rýmri tíma til að bera kjötmjöl á. „Nú geta bændur borið á eftir hentugleikum þá með þeim skilyrðum að landið þarf að friða 21 dag. Það er von okkar að þessar breytingar leiði til aukinnar notkunar á kjötmjölinu.“

Skylt efni: kjötmjöl

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...