Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Meðferð á jólastjörnu
Á faglegum nótum 28. nóvember 2014

Meðferð á jólastjörnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jólastjörnur eiga rætur sínar að rekja til Mexíkó, nánar tiltekið til héraðsins Taxco þar sem hún vex sem runni eða lítið tré. Löngu fyrir komu Evrópumanna vestur um haf ræktuðu innfæddir jólastjörnur vegna litadýrðarinnar og var litið á þær sem tákn um hreinleika.

Innfæddir lituðu klæði með rauðum blöðum jólastjörnunnar og mölluðu til lyf gegn sótthita úr hvítum mjólkursafa hennar. Jólastjörnur eru ekki auðveldustu plönturnar í ræktun til að halda lifandi en langt frá því að vera þær erfiðustu. Jurtin þrífst best við 12 til 21 °C en endist best við neðri mörkin. Þegar jólastjarna er keypt skal láta pakka henni inn og það má alls ekki geyma þær lengi úti í köldum bíl, þar sem þær fá kuldasjokk, og því er ráðlegt að fara með þær strax í hús. Best er að vökva jólastjörnur lítið en oft og með volgu vatni.

Moldin má aldrei þorna alveg og það má ekki heldur láta pottinn standa í vatni. Látið því pottinn standa í djúpri pottahlíf sem fyllt er í botninn með vikri. Þannig stendur jólastjarnan ekki í vatni en nýtur góðs af uppgufun og loftraki leikur um hana. Jólastjörnur þurfa góða birtu og þrífast best í björtu herbergi eða í austur- eða vesturglugga. Jólastjörnur hafa verið ræktaðar á Íslandi frá því skömmu fyrir 1960. Í dag eru ræktuð og seld hátt í hundrað þúsund stykki fyrir jólin.

Þjóðverjinn Albert Ecke, sem settist að í Hollywood árið 1902, var heillaður af jólastjörnunni og hóf ræktun hennar í stórum stíl og seldi greinar á aðventunni. Árið 1920 tókst syni hans að framrækt dvergafbrigði af jólastjörnu þannig að hægt var að rækta hana í potti.

Hann lagði mikla vinnu í að kynna hana og tengja rauða litinn jólunum. Það má því segja að Ecke yngri sé faðir jólastjörnunnar eins og við þekkjum hana í dag.

Hægt er að fá rauðar, fölrauðar og hvítar jólastjörnur.

Jólastjörnur geta valdið ofnæmi eða ertingu í húð hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir slíku en plantan er ekki hættulega eitruð eins og stundum er haldið fram. Rannsóknir sýna að blöð jólastjörnunnar geta valdi uppköstum, sé þeirra neytt
í miklum mæli. Þrátt fyrir þetta er engin ástæða til að setja hana í jólasalatið, þar sem hún er sögð mjög bragðvond.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f