Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Meðalneysla um 20 kíló
Fréttir 24. nóvember 2015

Meðalneysla um 20 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri skýrslu Rannsóknar­miðstöðvar Háskólans á Akur­eyri, sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings, þar sem fjallað er um stöðu innanlandsmarkaðar fyrir sauðfjárafurðir, segir að í dag sé meðalneysla landsmanna á kindakjöti um 20 kíló á ári.

Neysla á kjöti hefur breyst mikið undanfarna áratugi og hefur neysla á kindakjöti dregist saman en neysla á alifugla- og svínakjöti aukist.

Kindakjöt hefur hækkað

„Árið 1993 var lambakjöt ódýrasta kjötið á markaðnum en árið 2014 var það dýrara en svína- og alifuglakjöt og var nær nautakjöti í verði ásamt unninni kjötvöru en svína- og alifuglakjöti.“

Viðkvæmt fyrir verðbreytingum

Aukin innflutningur og breyttar matarvenjur hafa minnkað neyslu kindakjöts. Margt bendir til að eftirspurn eftir lambakjöti sé næmari fyrir verðbreytingum annarra kjöttegunda en breytingum á kindakjötinu sjálfu. Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa auknar tekjur almennings tilhneigingu til að auka eftirspurn eftir kindakjöti.

Niðurstaða kafla skýrslunnar sem fjallar um eftirspurn eftir lambakjöti innanlands er að það sé óverðteygin, jafnvel verulega óverðteygin, vara en á saman tíma að markaðurinn þoli einhverja hækkun á verði lambakjöts.

Greiðslur til bænda

Tekjur af kindakjöti til bænda koma úr tveimur áttum. Annars vegar greiðslur sláturhúsanna fyrir innlegg og hins vegar stuðningur ríkisins. Samkvæmt skýrslunni var skipting skilaverðs til bænda árið 2012 52% beingreiðslur frá ríkinu en 48% frá sláturhúsi. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...