Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirritun samstarfssamningsins þriðjudaginn 21. september. Frá vinstri: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kristín Helga Markúsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og þróunar hjá Samgöngustofu, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Frá undirritun samstarfssamningsins þriðjudaginn 21. september. Frá vinstri: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kristín Helga Markúsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og þróunar hjá Samgöngustofu, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Fréttir 5. október 2021

Meðalhraðaeftirlit til að auka umferðaröryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra staðfesti þriðju­daginn 21. september ­nýjan samstarfssamning Vegagerðar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum.

Markmið samningsins er að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins.

Helstu nýmæli eru að framvegis verður hægt að nýta myndavélar til að sinna meðalhraðaeftirliti á þjóðvegum, en unnið hefur verið að undirbúningi þess á undanförnum árum. Slíkur búnaður hefur verið settur upp og prófaður, m.a. á Grindavíkurvegi og Norðfjarðarvegi. Meðalhraðamyndavélar verða komnar í gagnið á næstu mánuðum.

Kerfið virkar þannig að þegar ekið er inn í geisla myndavélar á einum stað má meðalhraðinn þar til ekið er fram hjá myndavél á hinum enda eftirlitskaflans ekki fara yfir uppgefinn hámarkshraða.

„Ég hef lagt ríka áherslu á umferðaröryggi í ráðherratíð minni. Aðeins með markvissum aðgerðum og fræðslu mun okkur takast að fækka slysum í umferðinni. Sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum hefur reynst vel á þjóðvegum landsins, í það minnsta til að minna okkur sjálf á að virða hraðamörk. Við höfum trú á að með nýju meðalhraðaeftirliti verði hægt að fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi enn frekar enda hefur slíkt meðalhraðaeftirlit gefið góða raun í nágrannalöndum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitar­stjórnarráðherra.

Samningurinn er gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034.

Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi sér um umsýslu og úrvinnslu gagna úr myndavélum í umboði Ríkislögreglustjóra. Vegagerðin greiðir á samnings­tímanum ígildi tveggja stöðugilda á ári til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta og kostnað vegna tæknimála, samtals að hámarki 15 milljónir króna á ári.

Skylt efni: hraðaeftirlit

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...