Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Mynd / Svalbarðsstrandarhreppur
Líf og starf 18. mars 2022

Meðalheimur og Hotel Natur fengu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfisviðurkenn­ingar voru veittar í fyrsta sinn í Svalbarðs­strandar­hreppi nú nýverið. Tvær viður­kenn­ingar voru í boði, fyrir íbúðarhús og fyrir rekstraraðila. Tilnefn­ingar voru alls fimm í flokki umhverfis­viðurkenningar og fjögur íbúðarhús voru tilnefnd.

Meðalheimur hlaut viðurkenningu fyrir íbúðarhús og segir í rökstuðningi umhverfis- og atvinnumálanefndar að mikið hefði verið unnið að lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi sé snyrtilegt og til fyrirmyndar. Að auki voru þessi íbúðarhús tilnefnd; Fossbrekka, Þórisstaðir og Svalbarð.

Hotel Natur hlaut umhverfisviður­kenningu fyrir rekstraraðila og segir í rökstuðningi að unnið hafi verið að metnaði að endurnýtingu og sjáist metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst sé að staðarhaldarar skipuleggi vel meðferð alls efnis og endurnýti hverja þjöl sem til fellur. Aðrir rekstraraðilar í hreppnum sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Meðalheimur Vélaverkstæði, Kjarnafæði, Svalbarð og Grænegg. 

Inga Margrét Árnadóttir og Þórir Steinn Stefánsson hjá Hotel Natur glöð með sína umhverfis- viðurkenningu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...