Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Listamaðurinn Herdís Arna
Listamaðurinn Herdís Arna
Menning 17. apríl 2023

Með hækkandi sól

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á dögunum fóru fram vetrardagar Akraness þar sem menning var í hámæli. Boðið var m.a. upp á flotþerapíu, erindi um lífríki borgfirsku ánna, kyrrð og íhugun í Akraneskirkju og karókíkvöld svo eitthvað sé nefnt.

Gestir Akraness nutu því heldur betur örvunar allra skynfæra enda buðu Vetrardagarnir einnig upp á nokkurt úrval sýninga áhugaverðra listamanna. Meðal þeirra var Herdís Arna Hallgrímsdóttir, grafískur hönnuður, sem var við nám og störf á vesturströnd Bandaríkjanna.

Þessi fyrsta sýning Herdísar hérlendis Fyrst vetur, svo vor, var málverkasýning innblásin af komandi vori, blómum framtíðar og hækkandi sól – eins og hún sjálf komstaðorði.Einkenndinokkur hluti verkanna mínímalískan stíl nútímans og gaman að sjá færni listamannsins, sérstaklega í mannamyndum.

Seldist helmingur mynda hennar á Vetrardögunum og verður gaman að fylgjast með þessum upprennandi listamanni. Aðspurð segir Herdís að hún hafi ákveðið að láta slag standa, tekið áskorun um að ganga í það að setja upp sýningu og gekk eftir að húsnæði var auðfengið og því ekkert að vanbúnaði. Fannst henni nauðsynlegt að fagna hækkandi sól eftir langan vetur og sér fyrir sér að næsta sýning verði fyrr en síðar.

Hefur Herdís augastað á Vökudögum Akraness sem haldnir eru í októberlok og ættu þá áhugasamir aldeilis að fylgjast með, þá ekki síst þeir sem langar að gefa persónulegt listaverk í jólagjöf!

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...