Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Með góðar minningar í farteskinu
Skoðun 16. júní 2015

Með góðar minningar í farteskinu

Veðrið hefur leikið marga bændur grátt á þessu sumri og er gróður víða seinna á ferðinni af þessum sökum. Þannig má lesa í fréttum blaðsins að skógarbændur á Austurlandi komu ekki niður plöntum í vor vegna klaka eða bleytu og fé verður víða lengur á túnum en í meðalári eða líklega fram undir næstu mánaðamót. Það er þó engan bilbug að finna á bændum, frekar en fyrri daginn, sem halda ró sinni þrátt fyrir veðurfarslegan mótbyr. 
 
Nú eru fjölmargir bændur, eða réttara sagt ábúendur, á rúmlega 30 bæjum hringinn í kringum landið að gera sig klára til að taka á móti almenningi undir formerkjum Opins landbúnaðar. Þar gefst fólki tækifæri á að heimsækja bóndabæina og kynnast þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru í sveitum landsins alla daga, allt árið um kring. Flest býlin eru fjölskyldubú og eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Það er því tilvalið þegar Íslendingar þeysast um hringveginn í sumar að taka hús á bændum og upplifa lífið í sveitinni. Inni á heimasíðu Bændasamtakanna má sjá frekari upplýsingar um verkefnið og þá bæi sem taka þátt í því. 
 
Um leið og við bjóðum almenningi heim í sveitirnar er umhugsunarverð aðsend grein sem lesa má í blaðinu um umgengni og þrifnað utan þéttbýlis. Þar kemur meðal annars fram að mikið átak hafi verið gert í að taka til og fegra landsbyggðina en að betur megi gera ef duga skal úti um allar sveitir. Hér þarf samstillt átak íbúa landsins og sveitarstjórna sem verða að vera vakandi fyrir sínu nærumhverfi og taka af skarið þegar umhverfisleg umgengni er ekki lengur orðin boðleg fyrir íbúa og gesti okkar góða lands. Það er nefnilega engum til sóma að horfa upp á niðurgrotnandi hús, ruslahrúgur og fjúkandi rúlluplast þegar ferðast er um landið. Því tökum við undir lokaorð greinarinnar um að ekkert okkar vill vakna upp við vondan draum og því verðum við að leggjast á verkefnið, öll sem eitt, að taka til í dreifbýlinu.
 
Þrátt fyrir að illfært sé að stjórna veðrinu þá eru sem betur fer margir aðrir þættir sem við getum haft stjórn á og það er hagur allra sem búa á landinu að umgengni sé sómasamleg á öllum stöðum. Því biðlum við til veðurguðanna að gefa okkur gott sumar til að skoða fallegar sveitir landsins og skilja okkur eftir með góðar minningar í farteskinu.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...