Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Fréttir 17. febrúar 2021

Með 1.000 kaktusa og þykkblöðunga innanklæða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Smyglarar eru duglegir að finna leiðir til að koma ólöglegum varningi milli landa. Þetta sannaðist fyrir skömmu þegar hundur kom upp um konu sem var tekin með tæplega 1.000 kaktusa innanklæða við komuna til Auckland á Nýja-Sjálandi.

Konan hefur verið dæmd fyrir brot á lögum um líffræðilegt öryggi enda reglur á Nýja-Sjálandi um innflutning á framandi lífverum. Sú seka hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla plöntunum til Nýja-Sjálands frá Kína og áframrækta þær til sölu. Auk þess að hafa verið dæmd fyrir brot á reglum um innflutning á framandi lífverum hefur hún verið dæmd fyrir smygl í tólf mánaða aðgæslu og 100 klukkustunda samfélagþjónustu.

Árið 2019 var önnur kona dæmd fyrir svipaðan glæp þegar hún reyndi að smygla tæplega 950 þykkblöðungum og kaktusum til Nýja-Sjálands í sokk. Meðal þeirra voru átta tegundir sem flokkast í útrýmingarhættu.

Í frétt um málið segir að þegar hundurinn sem kom upp um smyglarann fór að sýna henni áhuga hafi konan lagt á flótta inn á salerni og reynt að sturta kaktusunum og þykkblöðungunum niður. Sama kona var tekin fyrir nokkrum árum fyrir að reyna að smygla fræjum til Nýja-Sjálands í hulstri utan af iPad.

Skylt efni: Nýja Sjáland | Smygl | Kaktusar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f