Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Erna Bjarnadóttir.

Meðalverð á matvöru í Evrópusambandinu (ESB) hækkaði um 33 prósent á þessu tímabili. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun matvælaverðs í völdum löndum. Ungverjaland sker sig úr með yfir 70% hækkun – langt yfir meðaltali ESB. Neytendur í fjórum öðrum ESB-löndum þurftu að takast á við yfir 50% verðhækkun á sama tíma. Ísland, Danmörk og Noregur eru á hinn bóginn öll með lægri verðhækkanir á matvælum en að meðaltali í ESB. Í Sviss hækkaði matvöruverð svo aðeins um 5,3% á þessu tímabili.

En hverjar kunna að vera skýringar á þessu? Líklega gegndu ríkisstjórnir lykilhlutverki. Í þeim löndum sem náðu að halda aftur af verðbólgu var brugðist hratt við. Til dæmis lækkuðu Þýskaland, Pólland og Spánn virðisaukaskatt tímabundið á nauðsynjavörum á borð við mjólk, brauð og grænmeti til að draga úr áhrifum verðhækkana á heimilin. Í Frakklandi var samið við stórmarkaði um að frysta verð á tilteknum grunnvörum. Á Íslandi gegndi opinbert stuðningskerfi við landbúnaðinn einnig mikilvægu hlutverki og má þar nefna sérstakan stuðning sem kenndur var við Spretthóp. Í Noregi var hluti af kostnaðarhækkun landbúnaðarins tekinn inn í fjárlögum í gegnum búvörusamninga og beinan stuðning við framleiðendur, sem dró úr verðhækkunum til neytenda.

Gjaldmiðill getur haft áhrif, en ekki endilega í öllum tilvikum. Í Ungverjalandi veikist forintan á árunum 2021–2022 og ýtti undir verðhækkanir á innfluttum vörum. Hins vegar héldu Rúmenía og Svíþjóð, sem einnig eru með sjálfstæða mynt, sínum gjaldmiðlum stöðugum og matvælaverð í þeim löndum hækkaði mun minna.

Sumir hafa haldið því fram að verðhækkanir hafi verið mestar þar sem verðlag á matvælum var lágt fyrir eins og í mörgum löndum Austur-Evrópu. Það stenst þó ekki skoðun. Í Rúmeníu, sem er með hlutfallslega lágt verðlag, reyndust verðhækkanir mun minni en í mörgum nágrannalöndum.

Í tilfelli Ungverjalands er líkast til um að ræða samspil margra þátta. Þrátt fyrir mikla framleiðslu á hrávöru í landbúnaði eru úrvinnsluog dreifingarkeðjur að stórum hluta í höndum erlendra fyrirtækja. Smásölumarkaðurinn er einnig að stórum hluta undir yfirráðum erlendra keðja, eins og Lidl og Aldi. Á sama tíma er landið háð innflutningi á tilbúnum matvörum, og þegar innlend mynt veikist og ríkisvaldið tekur ekki á sig hluta kostnaðarins, fer verðbólgan ört vaxandi.

Lokaorð – hver er lærdómurinn?

Matvælaverðbólgan í Evrópu dreifðist ekki jafnt – og hún var ekki óhjákvæmileg. Það sem skipti mestu máli var ekki hvar lönd stóðu í byrjun, heldur hvernig þau brugðust við.

Sum stjórnvöld gripu skjótt og röggsamlega til gagnaðgerða og milduðu áhrifin. Önnur brugðust seint við eða alls ekki. Og þar voru það neytendur sem báru kostnaðinn – bókstaflega.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...