Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Á Salone del Gusto hátíðinni í Tórínó voru þessi eplayrki til sýnis úr Bragðörk Slow Food hreyfingarinnar, þar sem fágætar afurðir eru að finna, og mynda snigilinn sem er merki hreyfingarinnar.
Á Salone del Gusto hátíðinni í Tórínó voru þessi eplayrki til sýnis úr Bragðörk Slow Food hreyfingarinnar, þar sem fágætar afurðir eru að finna, og mynda snigilinn sem er merki hreyfingarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2020

Matvæli skulu vera vel gerð

Höfundur: smh
Alþjóðlega Slow Food-hreyfingin fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Formlega var hún stofnuð í París þann 21. desember árið 1989 þegar fulltrúar 15 landa skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu fyrir hreyfinguna í Opéra Comique leikhúsinu.
 
Hjarta Slow Food-hreyfingar­innar slær þó í Piemonte-héraði á Ítalíu. Í Tórínó, stærstu borg héraðsins, er haldin hin mikla matarhátíð, Salone del Gusto, og Terra Madre annað hvert ár í nafni Slow Food. Rétt suðaustur af Tórínó er bærinn Bra, en þar – og í sveitunum í kring – er hugsjónafólkið fætt og alið upp sem hreyfingin á sínar rætur í. Það sem spyrnti fótum við skyndibitavæðingunni og mótmælti árið 1986 á Spænsku tröppunum í Róm þeim áformum borgaryfirvalda að heimila MacDonald´s að opna þar veitingastað.
 
Í Bra eru höfuðstöðvar alþjóðlegu Slow Food-hreyfingar­innar og þaðan er Carlo Petrini, einn af stofnendum hennar og forseti frá byrjun.  
 
Fjölmörg ört vaxandi verkefni á borði Slow Food
 
Grunngildi Slow Food hafa verið smættuð niður í þrjú ensk orð; „good, clean and fair “ og er mest allt starf hreyfingarinnar leitt af þessum hugtökum. Þau standa fyrir þá hugsjón að matvæli skulu vera vel gerð; góð á bragðið, ómenguð og framleidd á sanngjarnan hátt í allri virðiskeðjunni. 
 
Verkefni Slow Food taka mið af þessum grunngildum og eru í rauninni hjálparstarf á sviði umhverfis- og matvæla­framleiðslumála. 
 
Fræðslumál um matvæli verða málefni næstu ára
 
Carlo Petrini heimsótti Ísland að vori árið 2017 og flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands, sem var innblásinn af óréttlátu hagkerfi mat­vælaframleiðslunnar í heiminum. 
 
Í viðtali hér í blaðinu sagði hann að í Róm fyrir meira en 30 árum var einungis verið að andæfa þeirri þróun að matur væri að verða einsleitari. Hreyfingin hefði breyst mikið og væri orðin beittari í baráttunni fyrir því að allir eigi rétt á góðum mat. Hann taldi að þungi starfsins myndi í framtíðinni snúa að fræðslustarfi um matvæli þar sem ungt fólk léki lykil­hlutverk varðandi fram­tíð móður jarðar. Hann sagðist vona að ekki yrði þörf fyrir Slow Food eftir önnur 30 ár; það myndi þýða að þá hefði takmarkinu verið náð. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...