Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælaverðsþróun heima og heiman
Fréttir 13. júlí 2023

Matvælaverðsþróun heima og heiman

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkanir á matvælaverði hafa verið hóflegri hér á landi en í löndum sem við berum okkur oft saman við.

Það er hægt að lesa úr tölum Trading Economics sem vinnur úr upplýsingum frá opinberum hagstofum viðkomandi landa og setur fram með samræmdum hætti.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvöruverðs í sex löndum sem Íslendingar þekkja almennt nokkuð til í. Þau eru auk Íslands: Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Noregur. Skoðað er tímabilið frá í júlí 2022 til maí 2023 og er notast við tölur um tólf mánaða verðbólgu hverju sinni. Á tímabilinu frá júlí til desember árið 2022 voru verðhækkanir á mat í þessum sex löndum minnstar hér á landi. Það er ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem hækkun matvælaverðs í Noregi, miðað við tólf mánaða tímabil, mælist minni en hér á landi en í maí skutust Norðmenn upp fyrir okkur á ný. Verðhækkanir á matvöru í Svíþjóð hafa verið minni en hér á landi síðan í mars á þessu ári. Þá voru verðhækkanir á mat miðað við tólf mánaða tímabil í maí sl. lægri í Danmörku en á Íslandi.

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sjást þess nú loks merki að verðbólga sé á niðurleið hér á landi. Í júní hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,6% og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7%.

Verðbólga er einnig á niðurleið í mörgum nágrannalanda okkar. Þar hafa hækkanir á matvælaverði verið einn helsti valdur verðbólgu og hækkanir á matvöru verið langt umfram almennar verðlagshækkanir. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum á matvörum sl. ár eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Takist að koma böndum á verðbólgu hér á landi má binda vonir við að draga taki úr hækkunum matvælaverðs á komandi mánuðum.

Skylt efni: Matvælaverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f