Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðþróun lambakjöts og nautakjöts í samanburði við meðaltal matvæla. Græna línan sýnir meðaltal matvæla, sú bláa sýnir verðþróun nautakjöts og sú rauða sýnir lambakjöt. Rétt er að benda á lambakjötið sem hefur dregist aftur úr öðrum vöruflokkum. Gulu stólparnir sýna aukningu á tollkvótum, en þrátt fyrir að nautakjöt sé flutt inn í meira magni en áður heldur það ekki aftur af verðhækkunum þess.
Verðþróun lambakjöts og nautakjöts í samanburði við meðaltal matvæla. Græna línan sýnir meðaltal matvæla, sú bláa sýnir verðþróun nautakjöts og sú rauða sýnir lambakjöt. Rétt er að benda á lambakjötið sem hefur dregist aftur úr öðrum vöruflokkum. Gulu stólparnir sýna aukningu á tollkvótum, en þrátt fyrir að nautakjöt sé flutt inn í meira magni en áður heldur það ekki aftur af verðhækkunum þess.
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshömlum verið kennt um. Innflutningur á nautakjöti hefur hins vegar aldrei verið meiri, sem hefur ekki skilað sér í verðlækkunum. Lækkanir á tollum hafa mikil áhrif á starfsumhverfi bænda, sem hefur sýnt sig í slæmri afkomu nautakjötsframleiðenda.

„Ef horft er til verðþróunar kjöts á milli ára og hún borin saman við matvöru í heild sinni annars vegar og vísitölu neysluverðs hins vegar má sjá að flestar kjötafurðir hafa dregist aftur úr,“ segir Sverrir Falur Björnsson, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. „Hækkun á almennu verðlagi frá byrjun árs 2009 er rétt rúm 70 prósent. Lambakjöt, svínakjöt og fuglakjöt er allt töluvert undir þeirri verðþróun yfir sama tímabil. Vissulega hefur verið skörp hækkun á þessu verði undanfarið ár en auðvelt er að sjá hversu mikið verð á þessum afurðum dróst aftur á löngu tímabili og ofan á það dembdust miklar aðfangahækkanir á landbúnaðinn á liðnu ári.“

Erlend markaðshlutdeild kjöts hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, eða úr fimm prósentum árið 2012 upp í rúm 16 prósent árið 2022. Á árunum 2012 til 2020 hækkaði verð á kjöti hægar en almennt matvælaverð, en hækkun þess síðarnefnda nemur að meðaltali 0,7 prósent á ári. „Á allra síðustu árum hefur kjöt hækkað meira í verði en önnur matvæli á sama tíma og innflutt kjöt hefur aldrei verið meira hlutfall af framboði,“ segir Sverrir Falur.

Ef nautakjöt er skoðað sérstaklega, þá er innflutningur þess í sögulegu hámarki á meðan viðurværi nautgripakjötsframleiðenda hefur sjaldan verið verra. Þrátt fyrir að neytendur hafi aðgang að erlendu nautakjöti, þá hefur verðið hækkað umfram vísitölu neysluverðs. Þetta sýnir enn fremur að ekki sé hægt að ganga að því vísu að neytendur græði á innflutningi.

Sverrir segir að Ísland hafi árið 2018 hafið aðlögunarferli að nýjum viðskiptasamningi Íslands og ESB sem undirritaður var árið 2015. Í því fólst samkomulag um sjöfalda aukningu á tollkvóta miðað við áður. Tollkvóti segir til um hversu mikið magn afurða má flytja inn utan almennrar tollskrár, þá annaðhvort að viðbættu útboðsgjaldi eða tollfrjálst. Aukningin kom í þrepum og var lokið árið 2021. „Þetta lækkaði innflutningsálögur og jók ávinning af innflutningi í samanburði við innlenda framleiðslu.“

Skylt efni: Matvælaverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...