Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda
Fréttir 7. mars 2024

Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.

Kæran kemur í kjölfar ábendingar sem MAST barst í haust um að kindur hefðu verið fluttar yfir varnarlínu, sem er bannað samkvæmt dýrasjúkdómalögum. Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að til grundvallar ákvörðuninni um að vísa málinu til lögreglu hafi meðal annars verið myndefni sem stofnunin hefur undir höndum.

Bæirnir eru í gamla Kolbeins­staðahreppi. Að sögn Einars neituðu bændurnir sök, þegar þeim var veittur andmælafrestur. Hann segir að samkvæmt 30. grein laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, varða brot gegn lögunum, reglugerðum og fyrirmælum gefnum samkvæmt þeim sektum eða fangelsi allt að 2 árum. „Allt bendir til að féð hafi sloppið yfir varnarlínuna vegna þess að varnarhlið var opið eftir ferðamenn. Bændurnir sóttu það aftur yfir varnarlínuna að vitnum ásjáandi. Í fyrstu málsgrein 25. greinar dýrasjúkdómalaga segir að sleppi sauðfé yfir varnarlínur skuli því slátrað. Við vísum málinu til lögreglu fyrst og fremst vegna þess að lögregla hefur víðtækari rannsóknarheimildir en MAST. Í öðru lagi hefur MAST engar refsiheimildir samkvæmt dýrasjúkdómalögum, öfugt við til dæmis dýravelferðarlög þar sem MAST getur refsað með stjórnvaldssektum,“ segir Einar.

Skylt efni: varnarhólf | varnarlínur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...