Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra
Mynd / BBL
Fréttir 8. ágúst 2018

Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra

Höfundur: smh

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 31. júlí um að Matvælastofnun skyldi afhenda aðila upplýsingar sem viðkomandi óskaði eftir aðgangi að og varðar búskap sauðfjárbænda og greiðslur til þeirra. Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslu Matvælastofnunar um eftirlit stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.

Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna gagna en um tilteknar upplýsingar í svonefndum landbótaáætlunum kom fram í hinni kærðu ákvörðun að um einkamálefni viðkomandi bónda væri að ræða. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á áætlunum án útstrikana. Nefndi lagði fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi þau gögn sem ekki hafði verið tekin fullnægjandi afstaða til upplýsingaréttar kæranda. Það felur í sér að veita beri upplýsingar um eftirfarandi atriði:

  1. 1. Nöfn og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.
    2. Upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.
    3. Upplýsingar um það hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.

Úrskurðinn má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands í gegnum tengilinn hér fyrir neðan, en hann var birtur 7. ágúst.

 

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f