Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælastefna fyrir Ísland
Fréttir 8. febrúar 2019

Matvælastefna fyrir Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um vinnu að matvælastefnu fyrir Ísland. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda, aukið virði afurða, bættan rétt neytenda og að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.

Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að með framangreint að leiðarljósi skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland þann 15. ágúst síðast liðinn

Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum ráðherra, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu og fulltrúa Neytendasamtakanna. Verkefnisstjórnin mun í lok febrúar skila stöðuskýrslu sem notuð verður sem grunnur við gerð matvælastefnu fyrir Ísland.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um að samræma enn frekar stefnumörkun stjórnvalda sem tengjast málefninu og leggja frekari áherslu á þætti sem varða, auk landbúnaðar- og sjávarútvegsmála, umhverfis- og auðlindamál, byggðamál, neytendamál, nýsköpun, ferðamál, matvælaöryggi og fæðuöryggi og þar með lýðheilsu og heilbrigðismál.

Lögð er áhersla á að ná til og virkja hagsmunaaðila og samtök á sem flestum sviðum í þeirri vinnu sem fram undan er og forsenda þess er m.a. að þeir ráðherrar sem fara með framangreind stjórnarmálefni komi með virkum hætti að mótun matvælastefnu fyrir Ísland.

Í ljósi þess að málefni varðar mörg ráðuneyti er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök ráðherranefnd til að fjalla um matvælastefnu Íslands undir forystu forsætisráðherra.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...