Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni
Fréttir 12. júní 2023

Matvælasjóður styrkti fjölbreytt verkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimmtíu og þrjú verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði en úthlutun var tilkynnt þann 31. maí sl. Styrkirnir námu alls 577 milljónum króna.

Alls bárust 177 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni en veittir eru styrkir úr fjórum flokkum; Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóði.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi að hámarki þremur milljónum króna. Styrkflokkurinn er ætlaður einstaklingum og litlum fyrirtækjum fyrir 6 mánaðar löng verkefni sem geta verið til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd tengda íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 25 verkefni styrki en á listanum má m.a. finna verkefni um gráðostagerð, geitamjólkurafurðir, gerilsneyðingu matvæla með háþrýstingi, húðvörur úr íslenskri nautatólg, krabbavinnslu, heimavinnslu mjólkurafurða, forystufjárkjöt, um tónik úr íslenskum jurtarótum og leðurgerð með hreistur og beinum.

Rannsóknir á eggjaneyslu og þörungapróteini

Kelda styrkir rannsóknir og verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar vítt á sviði íslenskrar matvælaframleiðslu. Ellefu verkefni hlutu styrk en hæstan styrk flokksins, 30 milljónir króna, hlaut Orify ehf. fyrir verkefni sem nefnist „Stafrænn tvífari matvæla“.

Matís er skráður umsækjandi að sjö verkefnum sem hlutu styrk sem fjalla m.a. um þörungaprótein, fóðrun holdanauta, eggjaneyslu, bruggger og kolefnisspor matvæla. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hlaut styrk fyrir rannsókn á bógkreppu og Landbúnaðarháskóli Íslands fékk styrk fyrir tveimur rannsóknum.

Níu verkefni hlutu styrk úr Keldu, sem hefur þann tilgang að aðstoða fyrirtæki við að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða. Veittir voru styrkir fyrir markaðsherferð fyrir nýja wasabi vöru, fyrir vörumerkjaþróun Landeldis ehf., tvær ginframleiðslur fengu styrk fyrir markaðssókn og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut styrk fyrir markaðssetningu Collab í Svíþjóð.

Vegan álegg og fullvinnsla hrossakjöts

Átta verkefni fengu úthlutun úr Afurð sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu.

Hæstan styrk flokksins, 30 milljónir króna, hlaut fyrir- tækið Klaki Tech fyrir verkefnið „Hrognaflokkunar- og pökkunarbúnaður“. Fyrirtækið Jörth ehf. hlaut tæpar 20 milljónir króna til að hagnýta mysuprótein með íblöndun góðgerla, en viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, einn stofnenda fyrirtækisins, má nálgast HÉR. Einnig voru veittir styrkir fyrir verkefni sem miða að því að nýta hliðarstraum við vinnslu eldislax til matvælaframleiðslu, fyrir ræktun kóngaostra, fyrir þróun nýrra afurða með fullvinnslu á hrossakjöti og fyrir þróun á íslensku vegan áleggi.

Listi yfir styrkþega Matvælasjóðs má nálgast á vefsíðu matvælaráðuneytisins.

Skylt efni: matvælasjóður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f