Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson
Lesendarýni 20. ágúst 2025

Matvælaöryggi og framtíð landbúnaðarins

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Íslenskur landbúnaður stendur á tímamótum. Á sama tíma og sauðfjárbændur gera þá eðlilegu kröfu að afkoma búanna standi undir rekstrinum, blasir við stærri mynd að matvælaöryggi þjóðarinnar er ekki sjálfgefið og að það krefst markvissrar og víðtækrar uppbyggingar á innlendri framleiðslu.

Reynsla síðustu ára, ekki síst heimsfaraldur og efnahagslegar sveiflur á alþjóðavísu og ófriður í Evrópu, hefur sýnt okkur hversu brothætt alþjóðlegt matvælakerfi getur verið. Stríðsátök, loftslagsbreytingar, röskun á aðfangakeðjum og hækkanir á flutnings- og aðfangakostnaði geta leitt til þess að öruggt aðgengi að matvælum verður ekki lengur sjálfsagt mál, jafnvel í ríkustu ríkjum heims. Í þessu samhengi verður ljóst hversu mikils virði innlend matvælaframleiðsla er og hversu dýrt það getur reynst að vanrækja hana.

Öflug innlend framleiðsla er hornsteinn matvælaöryggis

Það er ekki hægt að tala um raunverulegt matvælaöryggi nema þjóð geti að verulegu leyti treyst á eigin framleiðslu. Því þarf að stórefla innlenda matvælaframleiðslu, ekki bara til að tryggja stöðugt framboð, heldur einnig til að verja íslenskan neytanda gegn sveiflum á heimsmarkaði og ófyrirséðum utanaðkomandi áföllum.

Sauðfjárrækt, nautakjötsframleiðsla og annar hefðbundinn búrekstur eru ómissandi hluti af þessu öryggisneti. En ef bændur fá ekki réttláta afkomu, ef verð fyrir naut og dilkakjöt stendur ekki undir kostnaði, jafnvel með stuðningskerfum og ef ekki er raunverulegt svigrúm til fjárfestinga, þá brotnar þessi undirstaða smám saman niður.

Samfélagið þarf að taka afstöðu

Það þarf skýra stefnu, pólitíska ábyrgð og vilja til þess að tryggja að íslensk matvælaframleiðsla njóti þeirra rekstrarskilyrða sem hún þarfnast. Sú stefna þarf að vera meira en skammtímastuðningur, hún þarf að vera hluti af öryggisstefnu ríkisins, rétt eins og orkuöryggi eða heilbrigðisþjónusta. Við Framsóknarmenn höfum slíka stefnu sem má finna á heimasíðu flokksins.

Nýir búvörusamningar verða að endurspegla þessa sýn. Þeir þurfa ekki aðeins að tryggja sjálfbæra afkomu bænda, heldur verða einnig að leggja grunn að sterkari, fjölbreyttari og sjálfbærari matvælaframleiðslu innanlands. Þar þarf að styðja við nýsköpun, og að tryggja að landbúnaðurinn laði að ungt fólk með framtíðarsýn og áhuga á að þróa greinar sínar áfram.

Matvælaöryggi sem sameiginlegt samfélagsmarkmið

Þetta er ekki aðeins verkefni bænda. Það er sameiginlegt verkefni neytenda, stjórnvalda, atvinnulífs og menntakerfis að styðja við innlenda framleiðslu og sjá til þess að hún verði raunverulegur kostur í hillum, í huga neytenda og í stefnu stjórnvalda.

Matvælaöryggi er ekki eitthvað sem má taka sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að byggja það upp með markvissri fjárfestingu, raunhæfum rekstrarskilyrðum og virðingu fyrir þeirri vinnu sem felst í að framleiða holl, hrein og örugg matvæli innanlands.

Nýir búvörusamningar þurfa því að vera meira en tryggingakerfi, þeir þurfa að vera framtíðarsýn um það hvernig við viljum byggja íslenskan landbúnað sem öflugan burðarás í matvælaöryggi þjóðarinnar, sem traustan atvinnuveg með raunverulegum aðgerðum.

Búvörusamningar renna út árið 2026

Núgildandi búvörusamningar milli ríkisins og bænda voru undirritaðir árið 2016 og gilda í tíu ár, eða til ársloka 2026. Samningarnir fela í sér bæði almennan rammasamning og sérsamninga fyrir mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Þar sem aðeins rúmt ár er eftir af samningstímanum, stendur nú yfir undirbúningur að nýjum samningum sem munu móta framtíð íslensks landbúnaðar til næstu ára og áratuga. Því er mikilvægt að sjónarmið bænda, neytenda og samfélagsins alls fái skýra og ákveðna rödd í þeirri vinnu sem fram undan er. Nýverið sendi deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands frá sér fréttatilkynningu sem má með sanni kalla neyðarkall. Þar er vakin athygli á alvarlegri stöðu greinarinnar og því að brýnt sé að bregðast strax við – bæði með breyttum rekstrarskilyrðum og skýrri framtíðarsýn í nýjum búvörusamningum.

Skylt efni: Matvælaöryggi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f