Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Mynd / umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Líf og starf 3. mars 2023

Matvælakjarni matarfrumkvöðla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við Austurbrú og Vopnafjarðarhrepp um að stofnsetja matvælakjarna á Vopnafirði.

Um vottað matvælavinnslurými verður að ræða þar sem frumkvöðlar og smáframleiðendur geta unnið að framleiðslu og þróun.

„Verkefnið á að skila því að við komum upp matvælakjarna á Vopnafirði í samvinnu við Brim og ráðuneytið. Ætlunin með þessu er að auka neyslu afurða úr nærsamfélaginu og auðvelda smáframleiðendum að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.

Útfærslan í sumarbyrjun

„Það er verið að skoða staðsetningar fyrir starfsemina. Verkefnið er algjörlega á frumstigi en við höfum undirritað viljayfirlýsingu og skuldbundið okkur til að vera búin að útfæra verkefnið nánar, hlutverk og skyldur þátttakenda í byrjun sumars. Þarfagreining er eitt af því fyrsta sem verður skoðað,“ segir Sara.

Hún segir að ýmis tækifæri séu í því að hafa sláturhús í bænum og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki eins og Brim.

Nýr starfsmaður Austurbrúar á Vopnafirði

„Þetta nýja og spennandi verkefni er í mótun. Nýlega var auglýst eftir starfsmanni Austurbrúar sem mun vinna að þessu verkefni ásamt fleiri verkefnum á Vopnafirði,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Verkefnið er hluti af áætluninni Minni matarsóun – Aðgerðaráætlun gegn matarsóun, sem gefin var út á árinu 2021, og stefnumótandi byggðaáætlun 2022–2036.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...