Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2020

Matur verði stærri hluti af heildarímynd Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauður Íslands hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Markmiðið er að stækka hlutdeild matar í heildarímynd Íslands og auka við þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Matarauðurinn styrkir líka matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun.

Brynja er með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um og markaðsfræði frá Há­skóla Íslands. Hún er einnig með BSc.-próf í hjúkr­un­ar­fræði og hef­ur starfað á heil­brigðis­sviðinu, bæði sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sem verk­efna­stjóri hjá Land­læknisembætt­inu.

Gerum okkur meiri mat úr hefðum

Í þættinum ræðir Brynja meðal annars um fjölbreytta matvælaframleiðslu, nýsköpun og mikilvægi þess að við gerum okkur mat úr íslenskum hefðum og hráefni til að skapa okkur sérstöðu og aðgreiningu. Smáframleiðslu, heimboð til bænda og Reko-hópa á Facebook ber á góma ásamt umræðu um vannýtt hráefni og tækifæri sem í þeim felast.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...