Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Guðmundur Halldórsson frá Húsavík lætur sér ekki verða kalt við spilamennsku.
Guðmundur Halldórsson frá Húsavík lætur sér ekki verða kalt við spilamennsku.
Líf og starf 14. febrúar 2025

Máttur hindrunarsagna

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Átta pör náðu 7 gröndum í spili þáttarins sem kom upp í tvímenningnum á fjölsóttri og glæsilegri Briddshátíð Bridgesambands Íslands og styrktaraðila sambandsins í Hörpu í lok janúar.

2.220 fyrir alslemmu í grandi á hættunni er falleg og skemmtileg tala og tryggði þeim sem náðu alslemmunni um 90% skor. Hæsta tala í boði í bridds ef undan eru skilin dobluð spil.

En sum öflug pör á Briddshátíðinni náðu ekki einu sinni að melda hálfslemmu. Hvernig skyldi standa á því?

Kannski liggur hluti svarsins í annarri spurningu: Hvenær á maður nógu vond spil til að hindra?

Austur gefur – NS á hættu. Þú situr í suður og tekur upp „monsterlúkuna“: ÁK5-AD- ÁKD8-AD75. Þetta eru 28 punktar. Kannski ertu farin/n að rifja upp hvernig maður lýsir slíkri hendi? Maður opnar fyrst á tveimur laufum og hvað þarf maður svo að gera í framhaldinu? En andstæðingur á undan þér í austur eyðileggur slíkar vangaveltur með því að opna á þremur laufum. Hver er þá sögnin þín?

Dobl virðist augljós kostur. En nokkrum spilurum fannst gallinn við að dobla sá að eiga hvorugan hálitinn. Það voru spilarar sem lokuðu augunum og melduðu einfaldlega 3 grönd. 710-kall aðeins. Og þung augu frá makker.

Allt spilið:

Miklar umræður urðu hjá sumum pörum sem uppskáru lítið hvernig væri best að koma hendinni til skila. Einhver sagði að dobl og grandsögn gæti túlkast sem fimm ása spurning eða samþykkt á lit sem ekki væri stuðningur við. Sennilega eru þó flestir sammála um að 3 grönd er ansi mikil undirmelding. Eða hvað?

En horfum nú aðeins á spil austurs. Myndir þú passa með þetta drasl sem kannski myndi þýða að NS gætu athafnað sig rólega upp í alslemmu? Hver er lærdómurinn?

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...