Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Mynd / Þórir Tryggvason
Fréttir 28. maí 2019

Matthías frá Brún heiðraður fyrir hrossarækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi.
 
Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías.
 
Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. 
 
Með þessu vilja Hrossaræktar­samtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni. 
 
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, afhenti Matthíasi Eiðssyni viðurkenninguna. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...