Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í heimsókn til garðyrkjubænda á Suðurlandi á dögunum.

„Tilgangur ferðarinnar var að kokkanemar fengju að kynnast ræktuninni frá fyrstu hendi, það er að segja að fá fróðleik og kynningu frá okkar garðyrkjubændum, sem eru virkilega ánægðir að fá nemendur í heimsókn. Það var svo gaman að finna hvað nemendurnir voru áhugasamir um það sem fyrir augu þeirra bar. Þar sem þau eru í kokkanámi hafa þau mikinn áhuga á mat og allt sem tengist honum. Vilja smakka á öllu og læra meira,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá sölufélaginu.

Hópurinn heimsótti sjö garðyrkjustöðvar en farið var í Garðyrkjustöðina Kinn í Hveragerði, Garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási, Flúðasveppi og einnig í útigarða Jörfa við Hvítárholt, Friðheima í Reykholti og svo var endað á Garðyrkjustöðinni Ártanga í Grímsnesi. Kristín Linda segir að það hafi verið mikil ánægja með ferðina.

„Það kom þeim á óvart hversu umfangsmikil íslensk grænmetisræktun er og hversu flókið það getur verið að rækta grænmeti til að geta fengið góða og mikla uppskeru. Það er okkur mikil ánægja að eiga svona gott samstarf við skólann og geta átt kost á að fræða og kynna okkar starfsemi fyrir nemendur.“ 

8 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...