Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís.
Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Matís tryggt fjármagn til að sinna öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna og að efla starfsemina á landsbyggðinni

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís, hafa undirritað tvo nýja samninga; þjónustusamning til að tryggja öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna og samning um eflingu starfsemi Matís á landsbyggðinni.

Þjónustusamningurinn er til þriggja ára og snýra að rannsóknum, rekstri tilvísunarrannsóknarstofu og öryggis- og forgangsþjónustu á sviði matvæla. Markmið samningsins er að tryggja öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna. 

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í samningnum sé jafnframt kveðið á um hlutverk Matís á sviði rannsókna sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu og stuðla að öryggi og heilnæmi hennar.

„Með samningnum tryggir Matís aðgengi að öryggisþjónustu rannsóknarstofu og lágmarks viðbragðstíma við óvæntar uppákomur sem geta ógnað matvælaöryggi og heilsu neytenda. Þá sér Matís til þess að nauðsynlegir rannsóknarinnviðir séu til staðar svo hægt sé að fara með öflugt matvælaeftirlit,“ segir í tilkynningunni. 

Uppbygging Matís á landsbyggðinni

Með samningi um eflingu þjónustu Matís á landsbyggðinni fær Matís 80 milljónir króna á tveggja ára tímabili til að styrkja starfsemi sína og auka samvinnu við atvinnugreinar í þróunar og rannsóknarstarfi. 

„Með þessu mun Matís geta skapað tækifæri til aukins samstarfs við fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir. Við stefnum á að a.m.k. 10% starfsgilda Matís verði á landsbyggðinni,“ er haft eftir Oddi M. Gunnarssyniforstjóri Matís.

Er samningurinn í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar, en markmið hans er meðal annars að færa starfsemi Matís nær viðskiptavinum og ta verðmætasköpun til framtíðar með aukinni nýsköpun, rannsóknar- og þróunarvinnu.

Skylt efni: Matís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f