Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi
Fréttir 9. desember 2014

Matarverð á Norðurlöndum er lægst á Íslandi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Út er komin Norræna tölfræði­bókin fyrir árið 2014 (Nordic Statistical Yearbook). Í bókinni er að finna margvíslegan samanburð milli Norðurlandanna, þar á meðal á verðlagi.

Litið er bæði til verðlags á mat og allri vöru og þjónustu sem er innifalinn í þjóðarframleiðslu (GDP). Samanburðurinn er gerður með vísitölum verðhlutfalla sem sýna hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum.  Til samanburðar er meðalverðlag í 27 ESB (án Króatíu) sett sem 100. Byggt er á því verði sem neytendur greiða fyrir vörur og þjónustu að virðisaukaskatti og öðrum sköttum meðtöldum. 

Matarverð á Norðurlöndum og meðalverðlag  í 27 ESB-löndum. Smellið á myndina ti að stækka.

Matvörur eru sérstaklega dýrar í Noregi og Danmörku. Árið 2013 var verðlag á matvörum 75% hærri í Noregi og 36% hærra í Danmörku en að meðaltali í ESB27. Matvörur voru hins vegar ódýrastar á Íslandi.
Minni munur er á verðlagi á Norðurlöndunum og ESB27 þegar litið er til heildarverðlags á vörum og þjónustu. Aftur er verðlag lægst á Íslandi en hér var verðlag 13% hærra en í ESB27. Aftur á móti var verðlag í Noregi hæst, 54% hærra en í ESB27.

Til glöggvunar fylgir mynd með samanburði á verðlagi árið 2012 í löndunum 5 við verðlag í ESB27 en eins og fyrr segir er samanburðurinn í Norrænu tölfræðibókinni fyrir árið 2013. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...