Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Fréttir 19. mars 2018

Matarsóun minnkaði um 57% á milli ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í samræmi við sjálfbærnisstefnu Hótels Fljótshlíðar þá hafa starfsmenn mælt lífrænan úrgang í nokkur tíma, sett sér markmið og innleitt verklag  til að draga úr matarsóun hótelsins. 
 
„Já, við settum okkur það markmið fyrir árið 2017 að draga úr matarsóun um 25% á milli ára. Niðurstöður liggja nú fyrir og það kom okkur ánægjulega á óvart að þær aðgerðir sem við gripum til leiddu til þess að matarsóun fyrir hvern gest var hvorki meira né minna en 57% minni árið 2017 miðað við árið á undan,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstjóri, hæstánægð með árangurinn.
 
Sofna ekki á verðinum
 
Arndís Soffía segir að margt hafi verið gert á hótelinu til að draga úr matarsóuninni. „Fyrst þurftum við að komast að því hvar við stæðum með mælingum. Þá tók við markmiðssetning, fræðsla til starfsfólks og hvatning til gesta til að draga úr sóun. Við tókum innkaupin okkar í gegn og framsetningu hlaðborða. 
 
Arndís Soffía Sigurðardóttir, hótelstjóri og einn eigenda hótelsins.
Margs konar verklag í eldhúsi var innleitt til að sporna við sóun. Þá er stór þáttur í þessum árangri nýtt skipulag á kælum og birgðum sem veitti betri yfirsýn. Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa markmið til að keppa að og vera sífellt að leita nýrra leiða til að draga úr sóuninni, reyna að sofna ekki á verðinum,“ segir Arndís Soffía og leggur áherslu á að allir starfsmenn voru tilbúnir að vinna að verkefninu og ná tilsettu markmiði sem tókst. 

Skylt efni: Hótel Fljótshlíð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...