Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Mynd / Earth.org
Fréttir 27. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Tæpur helmingur allrar matar- sóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum skv. niðurstöðum mælinga Umhverfis- og Orkustofnunar. Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar áður, en nákvæm skýrsla var birt 23. janúar sl.

Matarsóun var mæld fyrir öll stig virðiskeðjunnar; frumframleiðslu, vinnslu og framleiðslu, verslun og dreifingu, veitingahús og matvælaþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýndu að matarsóun á Íslandi var alls 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022. Það jafngildir 160 kg/íbúa. Mæld matarsóun var stærst í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Næstmest var matarsóun frá heimilum, sem mældist 23.781 tonn, eða 39% af heildinni. Veitingastaðir og matarþjónusta nam 6% af heildar matarsóun (3,86 tonn), smásala og dreifing 3% (1,93 tonn) og vinnsla og framleiðsla nam 3% matvælaúrgangs, eða 1,6 tonn.

Niðurstöðurnar skapa að sögn skýrsluhöfunda grunn fyrir framtíðarrannsóknir og markmið í minnkun matarsóunar.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluta af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og framlags þjóðarinnar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, segir í kynningu Umhverfis- og orkustofnunar.

Skylt efni: matarsóun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...