Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Matarmarkaður Búrsins haldinn í tíunda sinn

Höfundur: smh

Matarmarkaður Búrsins verður haldinn laugardaginn 5. mars og sunnudaginn 6. mars í Hörpu. Þetta var í tíunda skiptið sem þessi matarmarkaðshátíð er haldin á Íslandi. Samhliða fer fram úrslitakeppni Food and fun-kokkakeppninnar, í Norðuljósasal Hörpu.

Hátt í 50 aðilar kynna vörur sínar á matarmarkaðnum, bændur, sjómenn og smáframleiðendur. Veitingastaðurinn Matur og Drykkur verður með „pop-up bar“ og snakk á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og opið frá 11-17 báða daga. 

Saltað hrossakjöt, heitreyktur makríll og lifrarkæfa

Meðal þátttakenda í ár eru sauðfjárbúið Ytra-Hólmi​, ​sem koma með ýmislegt góðgæti eins og grafið ærkjöt, tvíreykt hangikjöt, ærhakk, bjúgu, saltað hrossakjöt, marinerað hrossafille og marineraða lambaframparta​.​ Bændurnir á Bjarteyjarsandi koma með góðgæti úr eigin framleiðslu. Barnamaturinn frá þeim Rakelu Garðarsdóttir og Hrefnu Sætran sem framleiddur er undir vörumerkinu VAKANDI verður kynntur.

Erpstaðir í Dölum verða með sínar eftirsóttu mjólkurvörur; ísinn, konfekt og aðrar krásir. Kokkhúsið verður með ýmsar útgáfur af Hólableikju. Ljómlind verður með nautakjöt, grafið ærfille og fleira. Heitreyktur makríll frá Ómari á Hornafirði er fastagestur á þessum markaði, sem og reyktur regnbogasilungur. Steðji kemur með óáfenga bjórinn sinn Radler. Svo verður félag kjötiðnaðarmanna með lifrarkæfusmakk á sunnudeginum. Þar fá mataráhugamenn tækifæri til að velja bestu lifrarkæfu ársins. Þá verður gamall uppgerður traktor fyrir utan höllina ásamt Tuddanum sem býður upp á hamborgara sem gerðir eru úr kjöti af holdanautgripum –  sem eru að öllu leyti grasfóðraðir.  

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...