Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matarmarkaður á Facebook
Mynd / TB
Fréttir 16. maí 2017

Matarmarkaður á Facebook

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búið er að stofna Matarmarkað á Facebook sem hefur það markmið að efla milliliðalaus viðskipti á milli framleiðenda og viðskiptavina. Framleiðendur geta auglýst vörur sínar og viðskiptavinir geta pantað vörurnar í ummælum undir auglýsingunni.

Fyrirkomulagið er að norrænni fyrirmynd en t.d. hefur þessi viðskiptaleið breiðst hratt út í Finnlandi undir nafninu REKO. Reko gengur út á að búa til tengslanet á Facebook þar sem seljendur og kaupendur hafa milliliðalaus viðskipti. Smáframleiðendur, matarfrumkvöðlar, veitingahús og bændur sem selja beint frá býli eru áberandi á Reko.

Af hverju matarmarkaður á Facebook?

Þann 20. mars síðastliðinn stóðu matarfrumkvöðlar og Matarauður Íslands fyrir opnum fundi þar sem framleiðendur, veitingamenn, heildsalar og aðrir sem tengjast matvælageiranum komu saman. Í umræðum kom fram að það þyrfti að efla milliliðalaus viðskipti og auka yfirsýn um framboð bænda og annarra framleiðenda á vörum beint frá býli eða smáframleiðslu. Einnig þyrfti að vera vettvangur fyrir veitingamenn, verslanir og neytendur til að ná í þessar vörur.

Ekki er víst að milliliðalaus viðskipti henti öllum en með því að nýta sér Facebook þá geta framleiðendur mögulega lækkað viðskiptakostnað og tekið á móti pöntunum fyrirfram. Það auðveldar skipulagningu í framleiðslunni.  

Hvernig virkar matarmarkaðurinn?

Matarmarkaðurinn virkar líkt og hefðbundinn matarmarkaður, nema að viðskiptavinir panta og ganga frá viðskiptum í gegnum Facebook-hóp. Þegar viðskiptin eru komin á þá sammælast aðilar um afhendingarmáta og afhendingarstað. Til þess að einfalda afhendingarferlið þá býður hópurinn upp á afhendingar í Sjávarklasanum í Reykjavík á milli 14:00 og 16:00 á föstudögum. Í staðinn fyrir að framleiðendur þurfi að koma aðföngum á hefðbundinn matarmarkað upp von og óvon um að allt seljist þá mæta seljendur einungis með þær vörur sem búið er að panta. Þannig verður minna um rýrnun og viðskiptakostnaðurinn í lágmarki.

Hópurinn var stofnaður af frumkvöðlinum Inga Birni Sigurðssyni og verkefninu Matarauður Íslands. Markmiðið er að sögn þeirra að efla íslenska framleiðslu með því koma á milliliðalausum samskiptum við viðskiptavini. Allir Facebook-notendur geta selt sínar vörur endurgjaldslaust og hópurinn er öllum opinn.  

Slóðin á Matarmarkað á Facebook

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...