Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartbaunakarrí og fersk lúða
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 11. febrúar 2022

Svartbaunakarrí og fersk lúða

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þetta auðvelda svarta baunakarrí er mjólkurlaust, egglaust og bragðgott, fullt af kryddi og djúpu bragði. Bara gott grænmeti og handfylli af framandi kryddi skila þessu ljúffenga karríi á rúmlega hálftíma.

Svartbaunakarrí
  • 4 matskeiðar jurtaolía
  • 2 msk. karríduft
  • ½ stk. laukur, smátt saxaður
  • 2 meðalstórir tómatar, fræhreinsaðir og smátt saxaðir
  • 500 g gróft skorið grænmeti eftir smekk
  • ¼ tsk. cayenne pipar (valfrjálst)
  • ½ matskeið malað kóríander
  • ½ tsk. garam masala
  • ½ tsk. túrmerik
  • 2 bollar soðnar svartar baunir ( u.þ.b. ein dós)
  • 1 bolli grænmetiskraftur
  • 1 dós kókosmjólk eða kókosrjómi
  • Salt eftir smekk

Setjið olíu á pönnu við meðalháan hita.

Bætið þá við lauknum. Eldið um það bil fimm mínútur þar til laukurinn er létt brúnaður. Bætið við karrídufti, svo tómötum út í, minnkið hitann í miðlungs og steikið í um tvær til þrjár mínútur, hrærið oft þar til tómatarnir eru mjúkir – og loks grænmetinu.

Bætið cayenne pipar, kóríander, garam masala og túrmerik út í. Blandið vel saman og steikið eina mínútu í viðbót.

Bætið skoluðum baununum, grænmetinu og grænmetiskraftinum út í. Saltið eftir smekk (ég bætti ¼ tsk. við en það fer eftir því hversu saltur grænmetiskrafturinn er).

Lækkið hitann í háan þar til hann mallar líflega og lækkið síðan niður í miðlungs hita í tólf mínútur þar til það er þykkt, eða að vild eftir því hversu mikla sósu þú vilt.
Bætið við kókosmjólk eða (kókosrjóma) sjóðið stutt áður en borið er fram með hrísgrjónum og ögn af kóríanderlaufum til skrauts (ef fólk vill).

Fersk lúða, roðlaus og skorin í fjóra bita
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 2 matskeiðar extra virgin ólífuolía
  • 6 matskeiðar smjör
  • 1 lítil sítróna, skorin í sneiðar
  • 3 matskeiðar hvítlaukur, saxaður
  • 1 msk. skalotlaukur, saxaður
  • ½ bolli þurrt hvítvín
  • 2 matskeiðar kapers
  • 4 matskeiðar sítrónusafi
  • 300 g brokkolí eða öðru góðu meðlæti
  • 1 msk. flatblaða steinselja,
    smátt söxuð
  • Þurrkið og kryddið lúðuflökin með sjávarsalti og pipar.

Hitið stóra pönnu yfir meðalháum hita. Bætið 1 msk. ólífuolíu og 2 msk. smjöri út í og hrærið á pönnuna.

Þegar olían er að hitna, bætið við lúðuflökum og steikið í um 5 mínútur á hlið. Athugið hvort fiskurinn sé tilbúinn og færið á disk. Bætið sítrónusneiðum út í og steikið í stutta stund þar til þær eru mjúkar, setjið síðan til hliðar með fiskinum. Þurrkið af pönnunni.

Lækkið hitann í miðlungs, bætið við 1 msk. ólífuolíu og 2 msk. smjöri. Bætið hvítlauk og skalotlaukum út í og steikið í 1 mínútu.

Bætið víni út í og sjóðið niður í 2-3 mínútur þar til það er næstum því gufað upp.

Bætið við kapers og 3 msk. sítrónu­safa. Eldið í 1 mínútu.

Slökkvið á hitanum og hrærið eftir 2 matskeiðar af smjöri út í til að klára sósuna.

Setjið lúðuflök aftur á pönnuna og bætið við þeim safa sem er á disknum. Hitið í 1 mínútu.

Bætið brokkáli eða öðru meðlæti og 1 msk. sítrónusafa í litla skál. Blandið saman.

Berið fram. Setjið sítrónukapersósu ofan á lúðuna og bætið steiktri sítrónusneið við sem skraut. Stráið saxaðri steinselju yfir.

Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...