Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Plokkfiskur í skyrrúgbrauði og Omnom-súkkulaði á ítalskri matarhátíð
Matarkrókurinn 25. júlí 2016

Plokkfiskur í skyrrúgbrauði og Omnom-súkkulaði á ítalskri matarhátíð

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
 
Laugardaginn 9. júlí síðastliðinn var matreiðsluhátíðin „Chef Portico 2016“ haldin í Portico di Romagna á  Ítalíu. Heiðursgestur hátíðarinnar var Michelin-kokkurinn frá Malmö, Tweety Qvarnström. Sænski kokkurinn er eigandi Bloom í Park í Malmö, sem á síðasta ári eldaði meðal annars fyrir Nóbelsverðlaunahafa.
 
Þrettán matreiðslumenn tóku þátt í hátíðinni og þar á meðal tveir frá Íslandi – undirritaður og Georg Arnar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður á  Kolabrautinni í Hörpu.
 
Við kynntum klassíska íslenska rétti en settum þá í nýstárlegan búning. Íslenskri plokkfiskuppskrift var vel tekið ásamt súkkulaðirétti frá Omnom.
 
Kokkarnir komu víða að og elduðu undir sólhlífum
 
Fjöldi kokka víða að úr Evrópu eldaði undir sólhlífum fyrir gesti ásamt staðbundnum herrum, rekstraraðilum eina hótels og veitingahúss bæjarins, pabba Gianni Cameli og bræðrunum  Massimilaino og  Matteo. 
 
Formúlan á hátíðinni var ekki breytt eftir áralanga hefð. Á Via Roma, aðalgötu Portico di Romagna, þar sem að jafnaði búa um 300 íbúar, eru sett borð fyrir 1.000 sælkeragesti sem vilja smakka alþjóðlega rétti í bland við klassíska rétti. Hver gestur velur, spjallar og  skoðar uppskriftir og aðferðir og velur sér eins marga rétti og hann kýs. Gestirnir kaupa miða fyrir hvern rétt (€ 7.00 hver) og líka fyrir vínglösin (€ 3,00 og gestir fá flott glerglas með € 5,00 tryggingu). Skemmtileg hátíð sem íslensk sveitarfélög gætu tekið sér til fyrirmyndar.
 
Plokkfiskur vafinn í skyrrúgbrauð
Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 15 mínútur
  • 500 g ýsa eða þorskur (eldaður)
  • 500 g kartöflur (soðnar og skrældar)
  • 1 hvítur laukur, fínt hakkaður
  • 350 ml mjólk 
  • 55 g smjör 
  • 3 matskeiðar hveiti
  • salt og svartur pipar
  • 2 matskeiðar graslaukur eða aðrar ferskar kryddjurtir til skrauts
Aðferð
  1. Skinn- og beinlaus fiskurinn er soðinn og brotinn í flögur.
  2. Skrælið og skerið niður kartöflur.
  3. Sjóðið mjólkina hægt upp í potti.
  4. Í öðrum potti bræðið smjör og eldið laukinn yfir miðlungs hita. Ekki leyfa honum að brúnast.
  5. Stráið hveiti yfir laukinn, hrærið vel og eldið í 1–2 mínútur. Smám saman bætið við heitri mjólkinni og hrærið stöðugt. Látið malla í 3–4 mínútur, hrærið oft og vel á meðan.
  6. Bætið í soðnum þorski eða ýsuflögum og hrærið rösklega til að brjóta upp fiskflögurnar. Kryddið með salti og mikið af svörtum pipar.
  7. Bætið við kartöflum og hrærið varlega. Eldið yfir lágum hita þar til plokkfiskurinn er hitaður í gegn.
  8. Sumir vilja baka plokkfiskinn í ofni (með viðbættum osti) eða rúlla honum upp eins og var gert á matarhátíðinni í Ítalíu. Þá er gott að leggja þunnskorið rúgbrauðið á plastfilmu eða smjörpappír og rúlla upp eins og burrito.
Soðið rúgbrauð með skyri
125 g rúgmjöl
70 g hveiti
80 g heilhveiti
250 ml skyr
160 ml síróp
1 tsk. matarsódi
1 tsk .salt
 
Allt hrært saman. Deilist í þrjár niðursuðudósir (eða glerkrukkur með loki). Smyrjið niðursuðudósirnar að innan og setjið smjörpappír í botninn. Fyllið dósirnar til hálfs með deiginu. Setjið þær í pott og látið vatn ná upp á miðjar dósirnar. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá á minnsta straum og sjóðið í um 2–4 klst. Hægt er að nota súrmjólk í staðinn fyrir skyr.
 
Framreiðið þunnar sneiðar með mjúkum plokkfisk og skreytið með kryddjurtum og kryddjurtabættu íslensku smjöri.
 
Omnom ganache-súkkulaðikrem
  • 50 g mjólk
  • 70 ml rjómi
  • 50 g eggjarauður
  • 40 g sykur
  • 165 g 32% ljóst súkkulaði (eða 250 g hvítt súkkulaði)
  • 10 g kakóduft (sleppa ef notað er hvítt súkkulaði)
Aðferð
Látið rjómann og mjólkina sjóða. Blandið sykri og eggjarauðu. Hitið að 85°C (nær suðu). 
Hellið yfir 32% súkkulaði til að gera ganache (súkkulaðikrem). Bætið í kakódufti. Setjið í sprautupoka og fyllið í glös. Berið fram með ferskum og frosnum hindberjum eða komið og smakkið réttinn á Kolabrautinni! Undir ítölsku sólinni var kremið borið fram með hvítu Omnom-súkkulaði með malti, rauðrófusafa með ólífuolíu, íslensku sjávarsalti, ferskum kryddjurtum og frosnum muldum hindberjum.

7 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...