Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ljúffeng svínarif og bráðhollt Sesarsalat
Matarkrókurinn 3. apríl 2014

Ljúffeng svínarif og bráðhollt Sesarsalat

Svínarif í grillsósu er réttur sem óhætt er að leyfa sér endrum og eins. Hráefnið er ódýrt og það er gaman að borða rif í góðra vina hópi með köldum bjór. Fyrir þá sem leggja ekki í rifin er kjörið að útbúa ekta Sesarsalat. Verði ykkur að góðu! 
 

Svínarif í BBQ-sósu

  • Fyrir rifin:
  • 4 hreinsuð svínarif 
  • 30 g íslenskt flögusalt
  • ½ tsk. svartur pipar, mulinn
  • 2 tsk. hvítur pipar
  • ½ tsk. cayenne-pipar
  • 1 matskeið sykur
  • ½ msk. hvítlauksduft
  • ½ msk. laukduft
  • Kryddið kjötið með þurrkryddunum
 
Fyrir BBQ-sósu :
  • ½ msk. sojasósa 
  • 1 bolli tómatmauk
  • ¼ bolli kjúklingaseyði (vatn og kraftur)
  • ¼ bolli tómatsósa
  • ¼ bolli epla edik
  • 1 kryddaður bjór
  • ½ bolli appelsínusafi 
  • ¼ bolli vatn
  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 tsk. chilliduft
  • 1 msk. laukduft
  • 1 msk. salt
  • 1 msk. svartur pipar
  • 2 bollar ljós púðursykur
 
Blandið saman salti, papriku, sykri, hvítlauk og laukdufti og nuddið jafnt yfir kjötið.
Forhitið ofninn í 155 °C. Vefjið svínarifin lauslega með álpappír, látið beinin snúa niður. Eldið rifin að lágmarki í 90 mínútur, snúið á 15 mínútna fresti.
 
BBQ-sósa: Maukið saman í blandara; sojasósu, tómatmauki, kjúklingaseyði, tómatsósu, ediki, bjór, hvítlauk og appelsínusafa. Kryddið með chili, laukdufti, salti , pipar og púðursykri. Látið krauma í potti í 25 til 30 mínútur. 
Brúnið rif á grillpönnu eða grillið á útigrilli. Penslið sósu á rifin og bakið áfram í ofni. Penslið tvisvar sinnum á 10 mínútna fresti og brúnið svo undir grilli til að karamella sósuna. Berið fram með hrásalati.
 
Sesarsalat
  • 3 hausar íslenskt romane-salat
  • 200 g parmesanostur 
  • 2 msk. sérríedik
  • 2 stk. egg, soðin í 4 mín. og kæld
  • 4 stk. útvatnaðar ansjósur úr dós
  • 4 dl ólífuolía
  • salt og nýmalaður pipar 
  • ½ msk. worcestershire-sósa
  • Ögn vatn eftir smekk (líka hægt að nota kjúklingasoð eða vatn og kraft)
 
Takið salatblöðin af stilkunum og hreinsið undir köldu rennandi vatni, þerrið vel og haldið köldu. Rífið parmesanost fínt. Setjið egg, ansjósur, parmesanost og edik í matvinnsluvél og blandið vel. Látið vélina ganga og hellið ólífuolíu hægt út í, í mjórri bunu. Þynnið með vatni ef þarf. Kryddið til með salti, pipar og worcestershire-sósu.
 
Brauðteningar:
  • 4 sneiðar franskbrauð
  • 50 g smjör
  • 60 g parmesanostur
  • ½ búnt graslaukur

Skerið brauðið í ½ cm teninga. Hitið smjör á pönnu, fleytið froðuna ofan af og steikið brauðbitana gullinbrúna og stökka. Setjið á eldhúspappír og svo aftur á þurra pönnuna. Stráið parmesanosti yfir og hristið pönnuna vel. 

Setjið smá dressingu á diska og rífið parmesanost yfir. Setjið 3-4 salatblöð á diskana, smá dressingu aftur yfir, ásamt parmesanosti. Endurtakið þetta tvisvar sinnum. Stráið brauðteningum yfir og skreytið með graslauk. Ekki skemmir að rífa kjúklingaafganga í salatið.

5 myndir:

Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...