Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum
Matarkrókurinn 4. mars 2014

Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum

Hráefni
1 lambahryggur
1 tsk. sítrónupipar eða venjulegur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
1 msk. steinselja, smátt söxuð
1 1/2 tsk. Maldon-salt
Leiðbeiningar
Fylgið skref fyrir skref leiðbeiningumog kryddið síðan hrygginn á öllum hliðum með sítrónupipar.

Steikið á fituhliðinni á velheitri pönnu í 2-3 mín. eða þar til fitan er orðin falleg brún.

Snúið þá hryggnum og steikið á öllum hliðum þar til hann verður fallega brúnn.

Setjið hrygginn í ofnskúffu og bakið við 180°C í 20-25 mín.


Lambasoð:

beinin af hryggnum og afskurður
vatn

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið lambabein g afskurð í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15-20 mín. í ofninum eða þar til beinin eru orðin vel brúnuð og allt að því brennd.

Færið beinin þá í pott og hellið vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir beinin.

Sjóðið við væganhita í 1 klst.

Veiðið alla fitu og froðu ofan af soðinu á meðan það sýður.

Sigtið þá soðið og sjóðið niður þar til 4 dl eru eftir.


Sítrónu- og steinseljusósa:

½ dl vatn
2 msk. sykur
1-2 msk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
4 dl lambasoð
sósujafnari
2 msk. steinselja, smátt söxuð
40 g kalt smjör í teningum
salt
nýmalaður pipar

Setjið vatn í pott ásamt sykri ogsjóðið í u.þ.b. 5 mín. eða þar til sykurinn er orðinn fallega gullin brúnn.

Bætið þá sítrónuberki, sítrónusafa og lambasoði í pottinn og látið sjóða í 2 mín.

Þykkið soðið með sósujafnara.

Setjið steinselju og smjörsaman við að lokum og takið pottinn af hellunni.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.

Smakkið til með saltio g pipar.


Bakað grænmeti og kartöflur:

200 g bökunarkartöflur, í bátum
200 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
250 g sellerírót, skræld og skorin í bita
250 g gulrætur, skornar í bita
250 g steinseljurót, skræld og skorin í bita
½ dl olía
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tímíanlauf
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Setjið í eldfast mót og bakið við 180-200°C í 25 mín.

Uppskriftin er úr Gestgjafanum.  Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson   Myndir: Kristinn Magnússon   Stílisti: Guðrún Hrund

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f