Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Marokkó kryddlagður kjúklingur.
Marokkó kryddlagður kjúklingur.
Matarkrókurinn 28. maí 2015

Kryddlagður kjúklingur og gómsætar lambarifjur

Það er um að gera að prófa sig áfram með framandi krydd til þess að breyta til í eldamennskunni. Hér er ljúffeng kjúklingauppskrift á norður-afríska vísu þar sem bragðlaukarnir fá virkilega að njóta sín. 
 
Lambahrygg er hægt að elda á fjölbreyttan hátt en nýlega kom á markað, undir merkjum Iceland Lamb, nýr biti þar sem búið er að hreinsa rifin. Fyrir þá sem vilja minnka fituna á lambakjötinu má skera hana frá til að hraða elduninni. En munið að fitan bætir hið frábæra íslenska lambabragð! Betra er að gefa sér tíma í eldamennskuna svo útkoman verði safarík og bragðgóð.
 
Marokkó kryddlagður kjúklingur með apríkósum og tómat
1–2 stk.  litlir kjúklingar
6 msk. ólífuolía
Lítið búnt kóríander
1 msk. kúmenfræ
1 msk. fennelfræ
2 tsk. chilliflögur
2 hvítlauksrif
Börkur og safi af tveimur sítrónum
4 msk. púðursykur
250 g grískt jógúrt, blandað með 1–2 þráðum af saffran (annars karrí eða túrmerik til að fá litinn)
 
Apríkósur og tómatar
  • 12 apríkósur, skornar til helminga og steinhreinsaðar
  • 3–5 tómatar (litlir tómatar á grein eru góðir og fallegir fyrir augað)
  • 3 msk. ljóst hunang
  • 1 msk. appelsínu safi
  • 4 msk. hvítvín edik
Setjið ólífuolíu, kóríander, kúmen, fennel, chilli, hvítlauk, sítrónubörk og -safa, púðursykur og nýmulinn svartan pipar í matvinnsluvél eða blandara og vinnið í fínt mauk. Kryddlegið kjúklinginn í 2–48 klst. (fer eftir hvað þú hefur mikinn undirbúningstíma) í ísskáp, gott að nota rennilásapoka. Gott er að taka hryggjarsúluna úr kjúklingnum með skærum til að minnka eldunartíma.
 
Hitið  grillið og látið logann deyja út eða hitið ofninn í 220° C. Takið kjúklinginn úr pokanum og kryddið vel með salti. Grillið eða steikið kjúklinginn í 25–30 mínútur á hvorri hlið þar til hann er stökkur og eldaður í gegn (70° C í kjarna). Setjið til hliðar á fat, setjið álpappír lauslega yfir til að hvíla á meðan þú gerir apríkósurnar og tómatana. Það tekur nokkrar mínútur í eldun. Flestir vilja tómata og apríkósur snöggeldaðar til að halda ferskleikanum. 
 
Setjið apríkósur í álbakka. Hrærið appelsínusafa, hunang og edik saman. Hellið yfir apríkósur og steikið á grilli, eða setjið í ofninn í um 10 mínútur þar til þær eru mjúkar og smá karmellaðar.
Berið kjúklinginn á borð með jógúrtinu, ávöxtunum og tómat ásamt góðu salati.
 
Lambarifjur með grænmetissalati
  • 1 framhluti af lambahrygg (8 rif)
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • 1/4 tsk. svartur pipar
  • 2 matskeiðar jurtaolía
  • 1 gulrót
  • 1 stk. papríka
  • 2 hausar rifið salat 
  • 1/4  fersk lauf að eigin vali, t.d. mynta, kóríander eða jafnvel villtur kerfill eða arfi
  • Salat dressing að eigin vali, t.d. ólífuolía með ediki og appelsínusafa
 
Gott er að hafa egg, hnetur, góðan ost eða annað sem fólki finnst gott að hafa í matmiklu salati.
 
Undirbúningur
Hitið ofninn í 150° C. Nuddið lambið með 2 tsk. ólífuolíu og salti og pipar. Látið standa í 10 mínútur fyrir eldun.
 
Brúnið lambakjötið með 2 msk. af olíu á heitri pönnu (eða grilli) á háum hita í 8 til 10 mínútur eða þar til kjötið er brúnað. Snúið að lágmarki tvisvar sinnum á meðan. Færið upp á eldfasta  pönnu eða bakka.
 
Bakið við 150 °C í 20 mínútur eða þar til kjötið er um 60° C með hitamæli sem settur er í þykkasta hlutann (miðlungs) eða meira ef óskað er eftir „well done“ (65°C). Fjarlægið lambið úr ofninum, hyljið með álpappír og látið standa í 10 mínútur.
 
Á meðan, skerið papriku og til dæmis gulrót eða annað grænmeti í mjög þunnar ræmur með grænmetisflysjara. Bætið í salati, myntu og gulrót ræmur  með vinaigrette.
 
Skerið lambakjöt á milli rifja í kótelettur. Berið fram með salati og olíu, appelsínu vinaigrette.

7 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f