Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Spægipylsu-keilur.
Spægipylsu-keilur.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. nóvember 2019

Jólalegir smáréttir fyrir aðventuna

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Aðventan er á næsta leiti og þá er tilvalið að gera vel við sig með jólalegum smáréttum.  
 
Spægipylsu-keilur fylltar með rjómaosti
 
Rúllið einfaldlega upp sneið af spægipylsu, skerið aðeins í hana til að mynda keilulaga „cone“ og fylltu með rjómaosti. Meðlæti að eigin vali, til dæmis spægipylsubitar, ásamt ferskum jarðarberjum með pipar og kóríander.
  • 200 g mjúkur rjómaostur
  • 1 tsk. pipar að eigin vali
  • 3 msk. sneidd jarðarber 
  • 2 msk fínt skornir teningar spægipylsu
  • 300 g  spægipylsa, þunnt skorin (hægt að steikja sneiðarnar fyrst til að fá stökka áferð)
  • Nokkur blöð ferskur kóríander 
 
Setjið rjómaost í sprautupoka.
 
Skerið spægipylsusneiðar í tvennt.  Snúið hverri sneið til að mynda í keilulaga „cone“ og sprautið rjómaosti inn í keilurnar.  
 
Setjið hverja keilu á fat eða lokið með tannstönglum og skreytið með meðlæti að eigin vali.
 
 
Lamb Tartare Crostini
  • 300 g góður lambavöðvi eða 
  • hangikjöt til hátíðarbrigða 
  • 1 msk. Worcestershire sósa (sleppa með hangikjöti því það er 
  • saltað fyrirfram)
  • ¼ sítróna, safinn
  • ¼ tsk. capers
  • ½ skalottlaukur, hakkaður fínt
  • Saltið og piprið eftir smekk (en munið að hangikjöt er saltara).
  • 100 g rauðrófur úr dós í bitum 
  • Steinselja til skreytinga
  • 6 ristaðar crostini brauðsneiðar (til dæmis baguette-brauð)
Hægt er að skreyta og bragðbæta með þunnt skorinni sellerírót kryddaðri með sveppamauki og jafnvel mísó-kryddi (en má sleppa).
 
Frystið lamb í 30 mínútur.
 
Fjarlægið lambakjötið úr frystinum. Skerið lambið í þunnar sneiðar. Skerið síðan í mjög litla bita.  Gangið úr skugga um að allir sé fínt skorið. Blandið salti (hangikjöt er forsaltað), pipar, Worcestershire-sósu, sítrónusafa, capers og skalottlauk í litla skál. Smakkið til með rauðrófunum og kryddið eftir smekk.
 
Bætið blöndunni við lambið og bætið eggjarauðu við. Blandið vel saman.
 
Berið fram ofan á ristuðu crostini. Gott er að velta rótargrænmeti upp úr sveppamauki.
 
Toppið með steinselju til að skreyta.
 
Exotískur hunangs Dijon gljáður hamborgarhryggur.
 
 
Exótískur hunangs Dijon gljáður hamborgarhryggur
  • 1 hamborgarhryggur
  • Gljái:
  • 2 msk. engifer appelsínu marmelaði
  • 2 msk. dijon hunangs sinnep
  • 2 msk. mosvado sykur
  • 1 tsk. saxaður engifer
  • 1 tsk. passion fruit (passíualdin) má sleppa
 
Fyrir 6–8
Hægt er að krydda til hamborgar­hrygg með því að bæta ferskum og framandi bragðtegundum við án þess að rjúfa fjölskylduhefðirnar.
 
Eldið hamborgarhrygginn eftir leiðbeiningum framleiðenda, gott að láta í pott, láta suðuna koma upp og leyfa honum að liggja í soðinu.
 
Svo er hryggurinn gljáður með exótíska gljáanum okkar sem gott er að hræra saman kvöldið áður.
 
Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...