Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hollustupitsa og svepparisotto
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 26. febrúar 2016

Hollustupitsa og svepparisotto

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Díana prinsessa heitin nefndi svepparisotto sem sitt persónulega uppáhald, svepparisotto „Risotto Ai Funghi“ að hætti Anton Mosimann. Þetta er réttur sem allir geta gert með blöndu af íslenskum sveppum eða þurrkuðum villisveppum. En risotto þarf að vera fljótandi og rjómakenndur grautur með sterku bragði og vel af osti. 
Hægt er að framreiða risotto með Parmaskinku, fiski eða jafnvel sem sér rétt eins og gert er á Ítalíu. Ostinn „Tind“ er hægt að rífa niður í stað ítalska pamesian reggiano. Íslenskir ostagerðarmenn eru á réttri leið með að láta ost þroskast við réttar aðstæður! 
 
Einnig býð ég upp á holla grænmetispitsu með kúrbít og ristuðum hvítlauk. Nýr valkostur fyrir hádegismat eða kvöldmat. Holl og góð pitsa án hinnar hefðundnu pitsusósu.
 
Svepparisotto 
Undirbúningur
 
  • 10 g smjör (2 tsk.)
  • 1 meðalstór skarlottulaukur
  • 120 g Arborio hrísgrjón (1/2 bolli)
  • 160 ml sterkt kjúklingasoð (2/3 bolli) vatn og kraftur

Villisveppasósa
  • 10 g smjör (2 tsk.)
  • 1 meðalstór skarlottulaukur
  • 350 g blanda af villisveppum og sneidd­um frosnum (1 1/2 bolli)
  • 5 g hveiti (1 tsk.)
  • 60 ml Madeira eða annað vín sem er við hendina (má sleppa)
  • 150 ml brúnt kjötsoð (2/3 bolli) vatn og kraftur
  • 100 ml  rjómi (1/3 bolli)
  • salt & ferskmalaður pipar
 
Risotto
(klárað þegar gesti ber að garði)
 
  • forsteikt hrísgrjón (sjá uppskrift að ofan)
  • 80 ml kjúklingasoð (1/3 bolli)
  • 180 g villisveppasósa (3/4 bolli)
  • 40 g Parmesanostur (2 matskeiðar + 2 tsk. til skrauts)
  • 25 g rjómi (5 tsk.)
  • 40 g þurrkaðir villisveppir (3 mat skeiðar)
  • 30 ml jarðsveppaolía (2 msk.)
  • ferskur skorinn graslaukur
  • 30 ml hvítvín eða freyðivín (2 mat- skeiðar)
  • salt & ferskmalaður pipar
Saxið skarlottulauk fínt og bræðið smjör í potti. Léttsteikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast án þess að hann brúnist. Þá er hrísgrjónunum bætt á pönnuna. Hrærið stöðugt þar til laukurinn og grjónin eru léttsteikt og hálfgagnsæ.
 
Bætið í soði og hrærið varlega. Eldið hrísgrjónin í 10 mínútur. Setjið hrísgrjón á hreinan bakka eða disk og látið kólna. Geymið þar til gesti ber að garði.
 
Saxið skarlottulaukinn. Bræðið smjörið á pönnu og eldið varlega þar til hann er gegnsær. Skerið sveppina, setjið á pönnu og steikið þar til þeir eru mjúkir. Stráið yfir hveiti og hrærið í. Bætið í Madeira-víni ef það er til og látið sjóða. Bæta kjötsoði og látið sjóða. Bætið í rjóma og sjóðið niður um helming. Kryddið með salti og ferskmöluðum  pipar.
 
Bætið sveppasósunni og hrísgrjónunum á pönnuna. Hrærið vel ásamt parmesanosti, þeyttum rjóma og þurrkuðum sveppum. Bætið með graslauk, truffluolíu og ögn af freyðivíni eða hvítvíni. Bragðbætið með kryddi og framreiðið strax
 
Holl pitsa með ristuðu hvítlauksmauki
Hráefni
  • Gróft maísmjöl
  • hveiti
  • 1 kúla  pitsudeig (hægt að kaupa deig tilbúið)
  • 1 sítróna
  • 1 meðalstór kúrbítur
  • 2 hvítlaukshausar (bakaðir við 180°C í 1 klst.)
  • 2 msk. ólífuolía
  • ¼ tsk. flögur rauður chilipipar
  • ¼ biti rifinn parmesan, Tindur eða ferskur mozzarela-ostur
  • salt og ferskur pipar
Hitið ofninn í 225°C. Stráið maísmjöli á bökunarpappír. Stráið örlitlu af hveiti á borðið og mótið deigið í 14- til 16-tommu hring eða rétthyrning og setjið á bökunarpappír.
 
Með grænmetisflysjara, fjarlægið 3 lengjur af sítrónubörk og sneiðið fínt. Í stóra skál, blandið berki, kúrbít, ólífuolíu, chilipipar flögum, 2 matskeiðum af parmesan og 1/2 tsk salt.
 
Merjið hvítlaukinn með skeið eða gaffli og smyrjið yfir deigið.
 
Raðið kúrbítblöndu yfir deigið og stráið restinni af (2 msk) parmesan­ostinum. Bakið þar til skorpan  er gullinbrún og stökk eða í 20 til 25 mínútur.
 
Framreiðið með salati – þá er þetta frábær grænmetisréttur.
 

3 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...