Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heimabakað hrökkbrauð og lifrarkæfa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. mars 2018

Heimabakað hrökkbrauð og lifrarkæfa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er ekki eins flókið og margir halda að búa til sitt eigið hrökkbrauð né að baka sína eigin lifrarkæfu. 
 
Sömuleiðis má auðveldlega læra að gera sitt eigið gómsæta karrí – og Bjarni kokkur sýnir okkur hér hvernig við berum okkur að við eldamennsku á karrí-kartöflurétti sem er ættaður frá Indlandi. 
 
 
Hrökkbrauð
 
með hör- og graskersfræjum
 
Uppskriftin gefur 20–25 stykki.
 
Heimabakað hrökkbrauð og brauð­stangir er auðvelt að baka til að borða sem síðdegissnarl – með smjöri, osti eða súpu.
  • 1 dl haframjöl
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 dl af linsufræ
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl graskersfræ
  • 2½ dl hveiti
  • 1 dl rúgmjöl
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 2 dl vatn
  • 1¼ dl holl olía (til dæmis sólblómaolía eða ólífuolía)
 
Aðferð
Hrærið saman valsaða hafra, sesamfræ, hörfræ, sólblómaolíu, graskersfræ, hveiti, rúgmjöl, lyftiduft og salt saman. Bætið við vatni og olíu og hrærið í deig sem skipt er í 2 jafna hluta.
 
Rúllið deigið út á tvö blöð af bökunarpappír þangað til þau eru orðin þunn, eða um 2–3 mm. Setjið þau á bökunarplötur. Skerið deigið í ferninga með hníf eða pitsuhníf og bakið við 180 gráður í 15–20 mínútur, eða þar til það er orðið stökkt og gullið.
 
Geymist í 2–3 vikur – ef þú getur látið þau vera það lengi.
 
Hægt er að setja 50 g af rifnu grænmeti í deigið, til dæmis gulrót, rauðrófu, sellerí eða grasker. 
 
 
Kartöflukarrí
Fyrir fjóra
 
Á Indlandi er naan-brauð borðað með karríréttum eða hrísgrjónum ef þú vilt glútenlaust.
  • 1–2 laukur (um 100 g)
  • 2–3 msk. olía
  • 1–2 msk. Garam Masala
  • 1 dós af skrældum tómötum (400 g)
  • ½–1 dós af kókosmjólk (400 g)
  •  salt
  • Ferskur malaður pipar
  • 1 tsk. sykur
  • 300 g kartöflur
  • 300 g blómkál, gulrætur eða annað grænmeti sem er við höndina
  • 50 g grænkál
  • 2–3 dl vatn
  • 4 cm engifer
  • Kókosolía eða önnur olía til steikingar
  • Meðlæti:
  • Mangó-chutney
  • Ristaðar möndlur
  • Jógúrt
  • Sem skraut er gott að nota ferska myntu eða kóríander.
 
Aðferð
Skrælið laukinn, skerið gróft niður og blandið saman við olíu í potti við lágan hita í um 10 mínútur. 
 
Bætið Garam Masala kryddi og hrærið í nokkrar mínútur. Blandið tómötum saman við og kókosmjólk.
 
Kryddið með salti, pipar og sykri og látið malla í 1/2 klukkustund við vægan hita með lokið á. Skrælið kartöflur og skerið í litla bita. Skerið blómkálið og annað grænmeti í litla bita. Bætið grænmetinu í karríið ásamt ögn af vatni og látið sjóða í aðrar 30 mínútur, eða þar til allt grænmetið er mjúkt.
 
Bætið fínt rifnu engifer saman við síðustu 5 mínúturnar. Bætið grænkáli við síðast og eldið í fimm mínútur til viðbótar. Smakkaðu til með salti. Framreiddu sem meðlæti, eða sem aðalrétt með naan-brauði eða hrísgrjónum.
 
Fallegt að skreyta og framreiða með mangó-chutney, möndlum, jógúrt og jurtum að eigin vali.
 
Lifrarkæfa
Lifrarkæfuna má laga töluvert áður en hún er borðuð og geyma óbakaða í frysti.
 
Hráefni
  • 700 g svínalifur – keypt hökkuð
  • 100 g spekk/svínafita
  • 1 laukur
  • 5 ansjósur
  • 50 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 4 dl mjólk
  • 2 egg
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • ½ tsk negull, smá múskat, allrahanda og fennelfræ (má sleppa)
  • Smá rjómi
  • Prófið að bæta soðnum eplum og steinseljurót út í blönduna (150 g epli og 200 g steinseljurót).

Fersku rósmarín og garðablóðbergi má einnig bæta við.

Aðferð
Svínalifur og svínafita – blandað saman.
 
Laukur og ansjósur sett í blandara og bætt við lifrarblönduna.
 
Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við. Mjólk hellt út í smám saman og búinn til jafningur.
 
Egg sett út í ásamt salti, pipar og negul (og kryddi). Smá rjóma bætt við – blandað saman.
 
Lifrarblöndunni hrært saman við jafninginn og hitað að suðu.
 
Sett í eldfast mót (nokkur – fyllt að 2/3). Þau mót sem ekki á að nota strax eru sett í frystinn. Athugið að ef kæfan er fryst er best að láta formið þiðna í kæli yfir nótt áður en hún er bökuð.
 
Lifrarkæfan bökuð: Ofninn hitaður í 200 gráður (yfir- og undirhiti) og mótið sett í vatnsbað. Lok haft yfir fyrstu 30 mín­úturnar. Bakað svo áfram í 30 mínútur án loks og vatnsbaðs.
 
Berið fram á grófu rúgbrauði með heima­bakaðri rauðrófu.
 
Geymist ágætlega í kæli í nokkra daga.
Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f