Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hægelduð nautarif.
Hægelduð nautarif.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. desember 2015

Hægelduð nautarif og danskir sykurpúðakossar

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er fleira nautakjöt en lundir og ribeye. Nautarif er ekki matur sem þú setur í sjóðandi vatn heldur er upplagt að steikja þau við eld eða hægelda í ofni í langan tíma. Nautarif eru ódýr en fáir hafa prófað þau. 
 
Nautarif, eins og svínarif, eru vinsæl á veitingastöðum. Fínir staðir eru farnir að setja nautarif á matseðlana hjá sér enda herramannsmatur, frábært kjöt með fallegri fitu. Eins og ribeye eru rif best með mikilli innfitu sem gefur hið góða bragð. Fituna má síðan skera af eftir eldun. 
 
Það eru tveir helstu skurðir á nautarifjum, „bak rifbein“ og „stutt rifbein“. Það eru 13 rif á hvorri hlið en hefðbundin stutt rif koma frá rifi  5–8. Og það er besti skurðurinn.
 
Þessum þremur eldunaraðferðum mæli ég með:
 
  • Grilluð rif eru elduð á grilli í langan tíma með þurrum hita og smá viðarreyk. Það er BBQ-nautakjöt að Texas-stíl.
  • Kóreskt grill (Kalbi). Þegar kjötið er skorið þunnt, marínerað og grillað á mjög heitu grilli eins og þeir gera í Kóreu.
  • Ofnbakað. Svona gera þeir í Frakklandi. Þú færð mjög safaríkt og mjög meyrt kjöt. Frábært soð í sósuna. Við ætlum að taka snúning á ofnbökuðum rifjum.
 
Gljáð ofnbökuð stutt nautarif
  • 2 x 1,5 kg nautakjöt, stutt rif
  • Sjávarsalt
  • Ferskur malaður svartur pipar
  • Ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 rauðlaukar
 
Fyrir gljáann
  • 180 ml tómatsósa
  • 150 ml kjötsafi (safinn af rifjunum - fita sem er fleytt ofan af) annars vatn og kraftur
  • 4 msk. Worchestershire-sósa
  • 1 tsk. enskt sinnep
  • 4 teskeiðar eplaedik (eða hvítvínsedik)
  • 4 teskeiðar púðursykur
 
Hitið ofninn í 100°C. 
 
Brúnið rifin á pönnu eða grilli. Setjið rif í ofnfast fat, kryddið með salti og pipar. Úðið með ólífuolíu og nuddið kjötið. Það má vera búið að krydda kjötið kvöldið áður og leyfa kryddinu að komast inn í kjötið. Lokið með tvöföldu lagi af álpappír. Eldið í 7 til 8 klukkustundir eða þar til kjötið er eldað í gegn og orðið mjúkt viðkomu.
 
Takið safann og fleytið fituna af, setjið í pott. Látið malla í um 2 mínútur. Bætið þá hráefninu í gljáann og látið suðuna koma upp aftur. Minnkið þá hitann og látið malla í 10 mínútur í viðbót eða þar til sósan hefur þykknað. Penslið sósuna á rifbeinin svo þau verða fallega húðuð. Setjið rifin í ofninn í 20 til 40 mínútur eða þar til sósan er orðin klístruð.
 
Berið fram með hrásalati og því sem var eftir af ofn-gljáa sósunni og jafnvel rjómalöguðu  kartöflumauki. Grænt salat er gott með og ekki síður fyrir samviskuna.
 
Danskir sykurpúðakossar í súkkulaðiskel - Flødeboller
Marengs
  • 5 stór egg (notið einungis hvítuna)

  • 2 msk. sykur

  • 2 blöð af gelatíni (matarlím)

    (Ath. í prentútgáfu blaðsins var villa í marengsuppskriftinni)

 
Síróp
  • 2 1/2 dl sykur
  • 3/4 bolli vatn
  • 1 dl glúkósasíróp eða agavesíróp
 
Skraut
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 1/2 msk. matarolía
  • T.d. sykurskraut, kókosmjöl eða þurrkuð hindber.
  • 150 g marsípan, að minnsta kosti 50% möndlur.
 
Skerið út marsípan í ½ cm þykkt. Notið kökuskurðarhringi með þvermál sem er um 4 cm. Bakið við 200 gráður þar til hringirnir verða ljósbrúnir. 
 
Bætið gelatíni í kalt vatn. Þeytið eggjahvítu með 2 msk. af sykri þar til hvít froða fer að myndast.
Blandið vatni, sykri og glúkósasírópi (eða Agave) í lítinn pott. Látið blönduna eldast í 116 gráður (notið kjöthitamæli). 
 
Takið matarlímið úr vatninu og leysið upp í sírópinu.
 
Hellið heitu sírópi yfir eggjahvíturnar í þunnri bunu og haldið áfram að þeyta á miklum hraða þar til marengsið kólnar.
 
Bætið bragði af eigin vali til dæmis: 
- 4 tsk. kakóduft
- 4 tsk. vanillusykur
 
Setjið í sprautupoka og sprautið ofan á  marsípanbotnana. Ekki skemmir að setja fersk ber ofan á botninn en það minkar geymsluþolið (setjið í frysti).
 
Bræðið súkkulaðið, bætið við 1/2 msk. matarolíu og dýfið kossunum í súkkulaðið. Líka hægt að hella yfir á grind með bakka undir sem tekur umfram súkkulaðið.
 
Stráið skrauti yfir að eigin vali, til dæmis rauðum hjörtum, sykurperlum eða kókos.
 
Skoðið myndbandið hér að ofan þar sem sýnt er hvernig dönsku sykurpúðakossarnir eru gerðir. 

5 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...