Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ferskju, mozzarella- og basilsalat.
Ferskju, mozzarella- og basilsalat.
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Matarkrókurinn 13. febrúar 2015

Grænmeti gengur með öllum mat

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þegar daginn fer að lengja er tilvalið að setja aukinn léttleika í matargerðina. Salat með einföldu hráefni er fljótlegt að galdra fram með lítilli fyrirhöfn.  
 
Hér á eftir notum við meðal annars þroskaðar ferskjur, mozzarellaost, basil og ólífuolíu. Það má líka gjarnan prófa íslenska repjuolíu sem er farin að sjást í sælkerabúðum og á matarmörkuðum bænda. 
 
Ferskju-, mozzarella- 
og basilsalat
  • 3 stk. ferskjur (þroskaðar og  skrældar ef þess er óskað en það er ekki nauðsyn)
  • 5 g ferskt basillauf (rifið)
  • 1 pakki ferskur mozzarellaostur (litlar eða stórar kúlur skornar í sneiðar)
  • 2 tsk. Extra Virgin ólífuolía
  • 1/4 tsk. sjávarsalt
  • 1/8 tsk. svartur pipar
 
Aðferð
Blandið öllu saman á fallegan disk. Það má nota það sem er til í ísskápnum svo sem hnetur, salat eða grænmetisafganga. Kryddið til og skreytið með basil eða myntu.
 
Einfalt tómat- og avokadósalat
Þetta er einfalt salat en það má gera það huggulegt með því að raða tómatsneiðum kringum skál með mörðum avokadó (lárperu).
 
  • 2 meðalstórir þroskaðir tómatar, sneiddir
  • 1 avokadó, saxað og marið jafnvel með smá sýrðum rjóma og hrært með sítrónusafanum
  • 1 sæt paprika
  • 1/4 sneiddur rauðlaukur
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 msk. balsamic edik
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • salt og ferskur pipar
 
Aðferð
Sameinið öll innihaldsefni í skál eða raðið lagskipt á disk. Hellið edikinu og olíunni yfir og kryddið með salti og pipar. Ef það eru kryddjurtir við hendina skemmir það ekki að strá þeim yfir. Látið standa í fimm mínútur áður en salatið er framreitt.
 
Heimalagaður steiktur laukur
Það er ljúffengt að steikja lauk í svokölluðu tempura-deigi. Hægt er að djúpsteikja ýmist annað en lauk, t.d. grænmeti. Gott til að toppa kjötsalat eða sem snakk með sýrðum rjóma.
 
  • Olía, til steikingar
  • 2 stórir laukar, skornir í 1/2 cm þykka hringi, hýði fjarlægt
  • 210 g maís-hveiti (Maizenamjöl)
  • 1 msk. lyftiduft
  • 1 msk. matarsóti
  • 1 egg (eggjarauða)
  • 250 ml bjór
  • 1/2 tsk. salt 
  • Ferskur svartur pipar
 
Aðferð
Blandið þurrefnum í  skál og gerið gat í miðju. Bætið eggjarauðu í sér skál og brjótið hana upp með gaffli. Bætið í hveiti og hellið bjórnum út í. Þeytið létt til að fá áferð eins og á pönnukökudeigi.
 
Hitið olíu í um 180°C. Prófið hvort hitinn sé nægur með því að setja einn laukbita út í. Þegar hann brúnast er olían tilbúin.
 
Bætið smá Maizenamjöli og kryddi á laukhringina og dýfið í deigið. Steikið í heitri olíu þar til  gullnum lit er náð. Þerrið á eldhúspappír og kryddið með salti.
 
Hægt er að setja ýmiss konar grænmeti í deigið svo sem vorlauk eða papriku. Einstaklega ljúffengt með afgangskjöti sem er breytt í steikarsalat með remúlaði eða sýrðum rjóma.

3 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...