Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Egg og orkustykki fyrir fólk á ferðinni
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 7. júní 2021

Egg og orkustykki fyrir fólk á ferðinni

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

„Deviled egg“ er klassísk eggja­uppskrift og fullkomin fyrir aukna orku. Uppskriftin samanstendur af nokkrum einföldum innihaldsefnum, þar á meðal harðsoðnum eggjum, majónesi, Dijon-sinnepi, ediki, salti og pipar.

Egg eru gott og hollt snarl eða forréttur. Það er auðvelt að matreiða þau, þurfa aðeins handfylli af innihaldsefnum og flestir elska þau.
Þið getir undirbúið ykkur með því að sjóða eggin fyrirfram. En lykillinn er að sjóða eggin þín fullkomlega og ekki ofsjóða.

Hægt er að bæta hráefni eins og beikoni við, eða graslauk, skalottlauk, cajun-kryddi, sriracha sósu, jalapeno, geitarosti og fleira. Auðvitað myndu ýmsar kryddjurtir eins og dill, basilíka og estragon ganga vel líka.

„Deviled egg“
  • 6 stór egg
  • 3 msk. majónes
  • 1 tsk. Dijon-sinnep
  • 1 tsk. eplaedik
  • salt og pipar, eftir smekk
  • paprika, til skreytingar

Látið vatn sjóða í potti. Lækkið hitann niður í lágan (eða slökkvið) til að tryggja að vatnið sjóði ekki lengur. Notið skeið til að setja eggin í vatnið. Síðan er hitinn hækkaður aftur að suðu og tímastillt í 14 mínútur.

Á meðan eggin eru að sjóða, undirbúið þá ísvatnsbað og leggið til hliðar. Eftir 14 mínútur eru eggin tekin úr pottinum og sett í ísbaðið.
Þegar eggin hafa kólnað alveg, takið þá skurnina utan af þeim og skerið í tvennt eftir endilöngu. Setjið eggjarauðuna í litla skál með skeið og setjið eggjahvíturnar á disk.

Maukið eggjarauðurnar með gaffli og bætið majónesi, sinnepi, ediki, salti og pipar út í. Hrærið öllu saman þar til það er slétt.
Notið skeið til að bæta hluta af eggjablöndunni aftur í holuna á hverri eggjahvítu. Stráið papriku yfir til skreytingar.

Súkkulaði og berja „superfood’“ orkustykki

Með mikið af hnetum, fræjum og ávöxtum verða stykkin að þeirri ofurfæðu og orkustykkjum sem hægt er að grípa til hvenær sem er dagsins! Það getur verið maca-rót, acai-ber og chia-fræ í slíkri blöndu, en þetta er allt talið vera „ofur-matvæli“ og góð heilsubót.

Maca-rót hefur verið þekkt fyrir að gefa orku og þrek, sem þýðir að þetta er ekki aðeins dýrindis bragð heldur mun það skila meiri orku, ólíkt keyptum orkustykkjum sem eru full af unnum sykri og munu leiða til orkuleysis ef það er bara unninn sykur.

  • 1 bolli möndlur
  • 1 bolli kasjúhnetur
  • 1/2 bolli kókos
  • 2 msk. maca duft
  • 2 msk. kakó
  • 1 bollar döðlur
  • 2 msk. hnetusmjör
  • 1-3 msk. möndlumjólk
Toppur
  • 2 bollar frosin hindber
  • 2 msk. acai duft
  • 1-2 msk. hollt síróp
  • 2 msk. brædd kókosolía
  • 3/4 bolli kókosflögur
  • 1/4 bolli chia fræ
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1/2 bolli kasjúhnetur
  • tsk vanilla

Smyrjið bökunarform og setjið bökunarpappír í.

Setjið öll grunninnihaldsefni fyrir utan möndlumjólk í matvinnsluvélina og blandið þar til hún er fín.
Ef blandan er of þurr og festist ekki þegar henni er ýtt niður skaltu bæta við litlu magni af möndlumjólk og blanda þar til hún er klístruð.

Ýtið botninum þétt niður í form og setjið í frystinn meðan efsta lagið er undirbúið.

Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og blandið þar til slétt og þykk, vegna frosnu berjanna gæti hún verið of þunn.

Hellið á botninn og sléttið niður með spaða.

Setjið hvaða álegg sem er og ýtið niður í blönduna.

Setjið í frysti til að stífna í hálftíma.

Skerið í bita! Ég geymi nokkrar sneiðar í ísskápnum og nokkrar í frystinum þar sem þær eru bestar hálffrosnar.

Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...